Skírnir - 01.01.1969, Page 131
SKÍRNIR
DANTE Á ÍSLENZKU
125
gang að kvæðinu í bréfi sínu til Can Grande. Guðmundi kann að
vera ókunnugt um þetta. Stundinn hefur leikið vafi á því hvort þetta
bréf væri falsaö eða ófalsað, en nú eru nærri allir Dante-fræðingar,
sem mark er á takandi, þeirrar skoðunar að það sé ófalsað. Og jafn-
vel þó það væri ekki ófalsað, væri það engu að síöur bezti inn-
gangurinn að Gleðileiknum. í bréfi þessu segir Dante skýrt og skor-
inort, að hann sé að semja líkingasögu eða dæmisögu, kvæði,
sem haf i andlega merkingu auk hinnar bókstaflegu merkingar þess.17
Hann segir okkur einnig að aðalmarkmið sitt með þessu kvæði sé að
„removere viventes in hac vita de statu miseriae, et perducere ad
statum felicitatis“ („að hefja lifendur upp úr vesöld sinni og vísa
þeim veginn til farsældar“).18 Gleðileikurinn guðdómlegi er með
öðrum orðum heimspekilegt og siðfræðilegt kvæði, sem stefnir að
því að hafa siöbætandi áhrif á menn og Dante nær þessu marki með
því að segj a dæmisögu um för um staöina þrj á, þar sem sálir manna
búa eftir þetta líf. Þessi ímyndaða för hans sjálfs frá villu þessa
heims til sæluvitrunar um guð, er táknræn fyrir þá ferð, sem við ætt-
um öll að fara.
í fáum orðum sagt, þá hefur Guðmundur í fyrsta lagi ekki lagt
það á sig að þýða Dante með þeirri nákvæmni, sem það krefst
og aðrir þýðendur hafa þó gert. I öðru lagi hefur hann fórnað á
svikaaltari þríhendunnar skýrleika þeim og einfaldleika, sem eru
helztu einkenni á stíl Dantes. Og í þriðja lagi hefur hann ekki gert
sér nógsamlega far um að skilja sjálfan hugsunargang Dantes. Að
þýða Dante krefst þess, að skáldskap hans og heimspeki sé mun
meiri sómi sýndur en Guðmundur gjörir.
Eftirfarandi athugasemdir við þýðingu Guömundar á 1. kviðu
í Inferno sýna viðhorf hans til frumtextans. Meiri áherzla er hér lögð
á efni en stíl.
Ljóðlínur 1-2: „Við hálfnað skeiðið, einn og engum nærri, / ég
áttavilltur stóð í myrkum viöi.“ Með endurtekningunni „einn og
engum nærri“ undirstrikar Guðmundur kyrfilega einveru Dantes,
sem hann sjálfur minnist aldrei á herum orðum. Dante segir aftur
á móti: „Nel mezzo del cammin di nostra vita / Mi ritrovai per una
selva oscura." („Á miðri leið okkar var ég staddur í myrkviði.“)