Skírnir - 01.01.1969, Side 132
126
ROBERT COOK
SKÍRNIR
Um leið og Guðmundur undirstrikar atriði, sem stendur ekki í text-
anum, sleppir hann öðru, sem skiptir meira máli, þ. e. þessum þaul-
hugsuðu fornafnaskiptiun frá 1. persónu fleirtölu til 1. persónu ein-
tölu („lífs okkar .. . ég“.) Dante vill sýna með þessum skiptum að
reynsla sú, er hann lýsir í kvæðinu eigi að tákna þá ferð, sem við
verðum öll að fara í siðferðilegum skilningi. Kvæðið er ekki róman-
tísk hugsmíð einstaklings, heldur lýsir það för, þar sem pílagrímur-
inn Dante er fulltrúi fyrir okkur öll hin. Þýðingarvillur Guðmundar
í slíkum atriðum henda ótvírætt til þess, að hann hafi ekki skilið
Dante fullkomlega.
Ljóðlínur 4-5: „ . . . þessu dimma sviði / hvar þöglir stofnar nakt-
ar greinar teygja.“ Því fer víðsfjarri, að lýsing Dantes á skóginum
sé svona ýtarleg og hlutstæð. I stað þess notar hann einfaldlega hlut-
laus lýsingarorð og óhlutstæð, „aspra e forte“ („illur og erfiður“).
Dante kunni flestum skáldum betur að orða hugsun sína við hæfi
eða á hlutstæðan hátt, þegar svo bar undir. En þegar hann vill beita
óhlutstæðum hugtökum, þá er bezt að athuga allt vel og gaumgæfi-
lega.
Ljóðlína 10: „dularhætti“ - þetta orð stendur ekki hjá Dante.
Ljóðlínur 15-18: „Þá sá ég fjallið, faðmað mcrgunsvala / og
birtu þeirri, er sólin ein oss sendir, / sú sól, er jafnan braut til lífsins
greiddi / og villtum manni á veginn rétta bendir.“ Dante segir:
„Guardai in alto, e vidi le sue spalle / Vestite giá de’raggi del pia-
neta / Che mena dritto altrui per ogni calle.“ („Ég leit upp, og sá
axlir [fjallsins] klæddar geislum plánetu, sem leiðir menn beint
á vegi hverjum.“) Með því að sleppa ,.öxlum“ og ..klæddum“ fer
hin skínandi persónugerð fjallsins hjá Dante alveg forgörðum hjá
Guðmundi. (Þessi mynd ætti ekki að koma Islendingum ókunnug-
lega fyrir sjónir, þar sem eitt fegursta fjall þeirra ber nafnið „Herðu-
breið“.) Endurtekningin í 17. og 18. Ijóðlínu hjá Guðmundi er enn-
fremur gjörsamlega óþörf málalenging á einni ljóðlínu Dantes.
Ljóðlína 20: Guðmundur sneiðir hjá „lago del cor“ („stöðuvatni
hjartans“) eins og Dante orðar það, og notar í þess stað „hjarta“,
sennilega sökum þess að hið fyrrnefnda kemur honum svo spánskt
fyrir sjónir. En Dante notar þessi djörfu myndhvörf ekki að ástæðu-
lausu. Með þeim hlutkennir hann sjálfan sig, færir líkingu af lands-
lagi yfir á sjálfan sig. í ljóðlínunum, sem vitnað var í hér að framan,