Skírnir - 01.01.1969, Qupperneq 139
SKÍRNIR
DANTE Á ÍSLENZKU
133
leið um dauðans ríki veikan bróður, / að hinu gullna hliði, vinur
kæri.“ Dante segir: „Che tu mi meni lá dov’or dicesti / Si ch’io
vegga la porta di san Pietro, / E color cui tu fai cotanto mesti.“
(„Leið þú mig þangað sem þú varst að tala um, svo ég megi sjá hlið
sankti Péturs og þá, sem þú kveður vera svo sorgmædda.“) í augum
íslenzkra lesenda, einkum þeirra, sem þekkja Davíð Stefánsson, er
gullna hliðið hlið himnaríkis. Eins og sjá má af Purgatorio IX, er
hlið sankti Péturs inngangurinn í hreinsunareldinn hjá Dante.19
Ljóðlína 139: „Hann hóf sinn langa gang. Ég fylgdi hljóður.“
„Langa gang“ og „hljóður" eru viðaukar Guðmundar. Síðasta lína
Dantes hljóðar einfaldlega svona: „Allor si mosse ed io li tenni
retro.“ („Þá fór hann af stað og ég fylgdi á eftir.“)
Halldór Þorsteinsson
íslenzkaði.
1 „It is only a slight exaggeration to say that everything rhymes with every-
thing else or a variant form of it.“ Ur inngangi að þýðingu hans á In-
ferno (New York, 1954) bls. x.
2 Jón Helgason, „Að yrkja á íslenzku", Ritgerðakorn og rœðnstúfar, (Reykja-
vík, 1959) bls. 4.
3 „A tortured author and a deceived reader, this is the inevitable outcome of
arty paraphrase. The only object and justification of translation is the con-
veying of the most exact information possible and this can only be achieved
by a literal translation, with notes.“ Ur viðtali í bókinni Nabokov, the Man
and his Work, útg. L. S. Dembo (Madison, Wisconsin, 1967) bls. 35.
* On Translation (Harvard University Press, 1959).
5 The Craft and Context of Translation: A Symposium, útg. William Arrow-
smith og Roger Shattuck (University of Texas, 1961; Anchor Books, New
York, 1964).
8 „No verse seems to demand greater literalness in translation than Dante’s,
because no poet convinces one more completely that the word he has used is
the word he wanted, and no other will do.“ Ur „What Dante Means to Me“,
To Criticize the Critic (London, 1965) bls. 129.
7 Til glöggvunar á stíl Dantes skal lesendum bent á ritgerð Eliots, „Dante“ í
Selected Essays (London, 1934); og á ritgerð Erich Auerbachs „Farinata
og Cavalcanti" í Mimesis (Bem, 1946; ensk þýðing 1953).
8 Sjá „Dante’s Imagery“ eftir Sir Cyril Hinshelwood í Centenary Essays on
Dante by Members of the Oxford Dante Society (Oxford, 1965) bls. 39-53.