Skírnir - 01.01.1969, Qupperneq 163
SKÍRNIR
ÞINGVALLAFUNDUR 1888
157
þessum orðum: „Þegar heyrðust afdrif stj órnarskrármálsins á þingi
í sumar, var eins og hvíslað að mönnum orðið Þingvallafundur.“9
Þá er minnt á þessi orð landshöfðingja, þegar stj órnarskrárfrum-
varpið var flutt í neðri deild Alþingis 1887: „Ég mótmæli því, að
þetta sé vilji þjóðarinnar, heldur þvert á móti.“ „Það verður að
sýna sig,“ segir blaðið, „hvort fulltrúi dönsku stjórnarinnar hefur
réttara að mæla en aðrir.“ Um það, hvort Þingvallafund eigi að
halda þá um sumarið eða rétt fyrir þing 1889, telur Þjóðólfur að
þeir verði að kveða upp úr, sem mest traust og álit hafi í augum
þjóðarinnar, og nefnir til þess höfuðskörungana þrjá í Þingeyjar-
sýslu, Benedikt sýslumann Sveinsson, Jón Sigurðsson á Gautlöndum
og síra Benedikt Kristjánsson. ísafold 21. marz tekur öldungis í
sama streng og Þjóðólfur um nauðsyn Þingvallafundar vegna stjórn-
arskrármálsins, en vill, að fundurinn verði haldinn rétt fyrir Alþingi
1889.
Jón á Gautlöndum birti í ísafold 3. maí grein með fyrirsögn
„Stj órnarskrármálið á Alþingi 1887“. Telur hann, að það hafi ekki
eingöngu verið hin harðsnúna mótstaða konungkjörna flokksins, sem
olli því, að málið náði eigi framgöngu á þinginu, heldur öllu fremur
það hik, sem komið var á suma þjóðkjörnu þingmennina, og að
nokkurir þeirra voru frá því horfnir að framfylgja málinu til þrautar.
Sumir þeirra hafi misskilið stöðu sína þannig, að þeir hafi talið sig
fullnægja þeim skyldum, er umboð kjósenda í alþingiskosningunum
1886 lagði þeim á herðar, með því að samþykkja hina endurskoðuðu
stjórnarskrá á aukaþinginu 1886. En þessa afstöðu til málsins telur
Jón fjarri öllum sanni. í kosningunmn 1886 hafi þingmannaefni
„jafnaðarlegast“ verið látin lýsa yfir því, að þau skyldu framfylgja
breytingum á stjórnarskránni til þrautar, en hverjum skynherandi
manni hafi hlotið að vera ljóst, að þeirri stjórnardeilu, sem þá var
hafin, mundi með engu móti geta orðið lokið á einu þingi. Jón
kveðst að öllu óreyndu verða að ætla, að meginhluti þjóðarinnar sé
óánægður með lok stj órnarskrármálsins á þingi 1887, en þá tjái eigi
annað, segir hann, en hefjast handa að nýju og taka málið fyrir á
næsta þingi. Hann telur meginmáli skipta, að þingmenn hafi „öruggt
og eindregið fylgi kjósenda sinna í hverju máli sem er og allra
helzt í þessu allsherj armáli“. Því sé nauðsynlegt, að þá um vorið eða
sumarið verði haldnir fundir í hverju kjördæmi landsins og síðan