Skírnir - 01.01.1969, Side 164
158
BJÖRN K. ÞÓRÓLFSSON
SKÍRNIR
haldinn sameiginlegur fundur fyrir landið allt á Þingvelli eða ann-
ars staðar, þar sem bezt þætti haga, til að taka höndum saman til
nýrrar framsóknar í málinu og undirbúa það svo sem föng væru á.
„Vér eigum nú,“ segir Jón, „að nota vel tímann til næsta þings til
að búa oss undir að taka stjórnarbótarmálið aftur fyrir með sam-
einuðum kröftum og fylgi.“
Benedikt Sveinsson birti í Andvara 1888 ritgerð er hann nefndi
„Fáeinar athugasemdir um stjórnarskipunarmálið“. Þar sýnir hann
með ljósum rökum hversu mikið á það skorti, að stj órnarskráin 5.
janúar 1874 fullnægði einu sinni varauppástungu Alþingis 1873.
Stjórnarskrána segir hann valdboðna bæði að formi og efni, en tek-
ur fram, að um leið hafi hún þann kost til að bera, að hún í 61.
grein, sbr. 8. grein, veiti Alþingi sem löggefandi10 skýlausa heimild
til að semja og samþykkja þau stjórnarskipunarlög fyrir ísland, sem
íslendingar vilji við una. „Þetta er gullkornið í stjórnarskrá þess-
ari,“ segir Benedikt.11 Hann segir, að Alþingi hafi 1885 og 1886
samþykkt endurskoðaða stjórnarskrá fyrir Island „samkvæmt
greindum ákvæðum stjórnarskrárinnar á fullkomlega stjórnskipu-
legan hátt“. Hann segir það öllum lýðum ljóst „að hver einn og ein-
asti þjóðkjörinn þingmaður“, sem hlaut kosningu til Alþingis 1886-
1892, hafi fengið hana með því skilyrði og í því fullkomna trausti
kjósenda, að hann framfylgdi sem bezt mætti verða sj álfstj órnar-
máli íslands, sem fólgið sé í hinni endurskoðuðu stjórnarskrá. Þjóð-
kjörnir þingmenn, „sem viku undan merkjum sjálfstjórnarmálsins á
Alþingi 1887“, hafi brugðizt trausti kjósenda sinna og þjóðarinn-
ar.12
Benedikt segir, að fulltrúi stjórnarinnar og hennar kjörnu menn
leggi næstum engu minni áherzlu á það, að þjóðina skorti almennan
og einbeittan áhuga á sjálfstjórnarmálinu en á synj unarhótun stjóm-
arinnar í nóvemberauglýsingunni 1885. Bæði með þessu og öðrum
ástæðum, hinum sömu sem stjórnarfulltrúi og stjórnarlið beri fram,
verji „hinir frávilltu þjóðarfulltrúar“, sem Benedikt nefnir svo, „sína
nýju sannfæring og stefnu í málinu“. En hann segir, að þjóðinni sé
það innan handar að gefa nýja og óræka sönnun fyrir þjóðarviljan-
um á Islandi í sjálfstjórnarmálum. Hún hafi enn „staðinn Öxará“.
Hann telur, að ef vel sé að gætt, sjáist, „að þau fáu og smáu stig
sjálfstjórnarmáls vors fram á við“ séu einmitt Þingvallafundunum