Skírnir - 01.01.1969, Síða 172
166
BJÖRN K. ÞÓRÓLFSSON
SKÍRNIR
Úr ísafjarðarsýslu eru ekki til önnur kjörgögn en kjörbréf full-
trúanna, sem kosnir voru á Þingvallafund og kosningargjörð kjör-
fundar, en Þjóðviljinn bætir þetta að nokkuru leyti upp. Hann segir,
að kjörmenn hafi verið „einhuga á því að gefa eigi öðrum atkvæði
til Þingvallafundar en þeim, er eindregið vildu framfylgja stjórnar-
bótakröfum vorum, hvað mörg aukaþing sem það kynni að kosta.“
Fundurinn samþykkti að veita hvorum hinna kjörnu fulltrúa 150
krónur í farareyri.
Þjóðviljinn segir, að kjörmennirnir sjö, sem ekki komu á kjör-
fund, hafi verið veðurtepptir.
Fyrir Strandasýslu var kosinn á kjörmannafundi að Kollafjarðar-
nesi 20. júní Arnór Árnason, prestur að Tröllatungu, með átta at-
kvæðum. Guðjón garðyrkjumaður Guðlaugsson á Ljúfustöðum fékk
þrjú atkvæði. Þingmaður Strandamanna, síra Páll Ólafsson, hafði
forgöngu um kjörfundinn.
Kjörmenn höfðu verið kosnir í öllum hreppum sýslunnar nema
Árneshreppi og Óspakseyrarhreppi, tveir fyrir hvern hrepp, alls 10
kjörmenn, og sóttu níu þeirra kjörfund. Enn fremur samþykktu kjör-
menn að veita tveimur bændum úr Óspakseyrarhreppi, sem staddir
voru á fundinum, atkvæðisrétt, svo sem væru þeir kosnir fulltrúar
fyrir hreppinn. í kjörgögnum eru geymdar kjörskrár úr fjórum
þeirra hreppa, sem kusu kjörmenn, og voru kjósendur til Alþingis
þar 77, en 55 eða 71,43% tóku þátt í kosningum kjörmanna. Ekki
munu vera til heimildir um kj ósendafj ölda Strandasýslu árið 1888.
I kj örfundarskýrslunni segir, að bæði síra Arnór Árnason og
Guðjón Guðlaugsson hafi lýst yfir þeirri skoðun sinni á stjórnar-
skrármálinu, „að þeir vildu eindregið halda því fram í sömu stefnu
og meirihluti alþingismanna á síðasta þingi“. Sömuleiðis hafi þeir
látið í Ijósi skoðun sína „á fleiri almennum velferðarmálum lands-
ins“. Að öðru leyti er ekki getið umræðna á fundinum.
Þess má geta, að á fundi, sem haldinn var að Óspakseyri í Óspaks-
eyrarhreppi 26. júní, rituðu sjö bændur síra Arnóri Árnasyni hréf
og skoruðu á hann að halda á væntanlegum Þingvallafundi fast við
þá skoðun á stj órnarskrármálinu og öðrum velferðarmálum lands-
ins sem hann hafði látið í ljós á kjörfundi.
Fyrir Húnavatnssýslu voru kosnir á kjörmannafundi á Blönduósi
6. júlí Stefán M. Jónsson prestur á Auðkúlu með 11 atkvæðum og