Skírnir - 01.01.1969, Side 176
170
BJÖRN K. ÞÓRÓLFSSON
SKÍRNIR
og sóttu 19 kjörfund, meðal þeirra einn varamaður í forföllum aðal-
manns. í Ljósavatnshreppi var sá háttur hafður á, að kosinn var
kjörmaður fyrir hverja kirkjusókn, en þær voru þrjár í hreppnum,
Ljósavatnssókn, Lundarbrekkusókn og Þóroddsstaðasókn. Meðal
kjörgagna eru kjörskrár úr allri sýslunni nema þar vantar kjörskrá
úr Þóroddsstaðasókn, enda hafði kjörmaður hennar ekki verið á
kjörfundi að Ljósavatni, en í kj örfundarskýrslunni segir, að hann
væri kosinn með 17 atkvæðum, og miklu fleiri munu kjósendur til
Alþingis ekki hafa verið í þeirri kirkjusókn. Þegar þessi 17 atkvæði
bætast við atkvæðatölu þá, er kjörskrár sýna, verða atkvæði, sem
vitað er, að kjörmönnum voru greidd, alls 260. Samkvæmt kjör-
skrám til Alþingis, sem geymdar eru í sýslusafni Þingeyjarsýslu,
voru kjósendur í Suður-Þingeyjarsýslu 323 að tölu árið 1888. Hafa
þá fjórir fimmtu hlutar þeirra eða nánar til tekið 80,49% tekið þátt
í kosningum kjörmanna. í Skútustaðahreppi, sveit Jóns á Gaut-
löndum, kusu allir atkvæðisbærir menn.
Á kjörfundinum voru rædd helztu landsmál, og var stjórnarskrár-
málið fyrst á dagskrá. í því máli samþykkti fundurinn yfirlýsingu
þess efnis, að það væri vilji hans, að endurskoðun gildandi stjórnar-
skrár yrði „örugglega og hiklaust haldið áfram“ á sama hátt og
meirihluti Alþingis hefði fylgt fram á síðustu þingum. Þá lýsti fund-
urinn yfir því trausti sínu, að fulltrúar þjóðarinnar á Þingvalla-
fundi 1888 og Alþingi 1889 fylgdu „staðfastlega og eindregið fram
landsskóla eða lagaskólamálinu“. Fundurinn óskaði þess, að Þing-
vallafundurinn skoraði á Alþingi að samþykkja lög um flutning
æðsta dómsvalds inn í landið. Loks lýsti fundurinn yfir þeim vilja
sínum, að Þingvallafundurinn fylgdi fram afnámi amtmannaembætt-
anna. Þessar ályktanir og yfirlýsingar voru allar samþykktar í einu
hljóði á kj örfundinum.
I Suður-Þingeyjarsýslu hafði þingmaður kjördæmisins, síra
Benedikt Kristj ánsson, forgöngu um kosningu til Þingvallafundar.
Fyrir Norður-Þingeyjarsýslu var kosinn á kj örmannafundi að
Skinnastöðum 29. júní Árni Árnason bóndi á Höskuldarnesi með níu
atkvæðum. Alþingismaður kj ördæmisins, Jón Jónsson á Arnarvatni,
hafði boðað til fundarins.
Kjörmenn höfðu verið kosnir í öllum fimm hreppum sýslunnar,