Skírnir - 01.01.1969, Blaðsíða 180
174
BJÖRN K. ÞÓRÓLFSSON
SKÍRNIR
Samþykkt var að búa það mál undir næsta Alþingi, að spítali
fyrir Austurland yrði byggður á Eskifirði. Fundurinn skoraði á al-
þingismanninn að fylgja því fram á næsta þingi, að Austfirðingar
fengju sérstakt amtsráð. Ályktun um þetta mál var einnig samþykkt
á kjörfundi Sunnmýlinga til Þingvallafundar eins og fyrr segir.
Fyrir Auslur-Skaftafellssýslu var kosinn á kjörmannafundi í Borg-
arhöfn 21. júlí Jón Jónsson, prófastur í Bjarnanesi, með fimm at-
kvæðum. Þar sem tvísýnt þótti að fulltrúi úr kjördæminu gæti sótt
Þingvallafund, þótti tiltækilegt að kjósa varafulltrúa nálægt fundar-
staðnum, og var Valdimar Ásmtmdsson, ritstjóri í Reykjavík, kos-
inn varafulltrúi með fimm atkvæðum. Síra Jón kaus Valdimar aðal-
fulltrúa og til vara Guðmund Magnússon, bónda í Elliðakoti (Hell-
iskoti) í Mosfellssveit. Alþingismaður Austur-Skaftfellinga, síra
Sveinn Eiríksson, setti kjörfundinn og hefur vafalaust boðað til
hans.
Kjörmenn, níu að tölu, höfðu verið kosnir í þrem af fjórum hrepp-
um sýslunnar, þrír fyrir hvern hrepp. Sex þeirra sóttu kjörfund, og
voru þeir úr öllum þessum þrem hreppum. I þeim voru kjósendur
til Alþingis 77 og 60 kusu kjörmenn. I Hofshreppi (Öræfasveit)
kusu allir atkvæðisbærir menn. í Bæjarhreppi (Lónssveit) mun
enginn kjörmaður hafa verið kosinn. Samkvæmt kjörskrá til Al-
þingis 1888-89 voru atkvæðisbærir menn þar 27. Hafa þá kjósendur
til Alþingis í Austur-Skaftafellssýslu verið 104 og 57, 69% tekið þátt
í kosningum kjörmanna.
Á kjörfundinum voru allir „á einu máli um það“, segir í fundar-
skýrslunni, „að kjósa þann einn til Þingvallafundar, sem fylgja vildi
fram af fullri alvöru kröfum Alþingis um innlenda stjórn“. Sömu
stefnu er eindregið lýst í ávarpi til Þingvallafundar, sem kjörfund-
urinn fól síra Jóni að semja og 30 kjósendur skrifuðu undir.
Auk stj órnarskrármálsins ræddi kj örfundurinn tvö mál, sem
snertu sérstaklega Austfirðingafj órðung og Austur-Skaftafellssýslu,
kröfu Múlasýslubúa um sérstakt fjórðungsráð (amtsráð) fyrir Aust-
firðingafjórðung og spítalastofnun á Eskifirði. Var fundurinn
hlynntur þessum málum báðum og töldu allir fundarmenn hagfelld-
ast, að Austur-Skaftafellssýsla fylgdi Austfirðingafj órðungi, ef hann
fengi sérstakt fj órðungsráð.
Fyrir Vestur-Skaftafellssýslu var kosinn á kj örmannafundi að