Skírnir - 01.01.1969, Side 184
178
BJÖRN K. ÞÓRÓLFSSON
SKÍRNIR
fundir kjörmanna hafa verið skeleggari í stj órnarskrármálinu en
fundurinn í Hafnarfirði samkvæmt erindisbréfi Hannesar Hafsteins.
Þess má geta, að Hannes Hafstein var ekki á fundinum í Hafnar-
firði, en auðsjáanlega hefur hann verið frambjóðandi þeirra, sem
íhaldsmenn voru taldir í stj órnarskrármálinu.
Fyrir Reykjavík var kosinn á kjósendafundi 13. ágúst Björn
Jónsson, ritstjóri ísafoldar, með 47 atkvæðum.
í Reykjavík var bein kosning, og þaðan eru ekki til önnur kjör-
gögn en kjörbréf Björns Jónssonar, þar sem skýrt er frá atkvæða-
fjölda þeim, er hann hlaut, og þess einnig getið, að á fundinum hafi
verið 50-60 menn, er kosningarrétt höfðu til Alþingis. Nánar er frá
fundinum sagt í Reykjavíkurblöðunum. Hann var „eftir áskorun
nokkurra kjósenda“ hoðaður af þingmanni Reykvíkinga, dr. Jónas-
sen, til að ræða um, hvort kjósa skyldi fulltrúa fyrir Reykjavík á
væntanlegan Þingvallafund og kjósa fulltrúa, ef fundurinn sam-
þykkti, að svo skyldi gjöra.
Á fundinum talaði dr. Jónassen fyrstur og hélt fram sömu skoð-
unum, sem hann hafði áður fylgt, tjáði sig algerlega mótfallinn end-
urskoðun stj órnarskrárinnar og taldi landið engu hættara, þótt svo
ólíklega færi, að kröfum endurskoðunarmanna fengist framgengt.
Lagði hann því til, að Reykj avík ætti engan þátt í þessum Þingvalla-
fundi, en kvaðst þó ekki mótfallinn því, að Reykvíkingar kysu til
hans fulltrúa í því skyni, að konungi yrði sent ávarp líkt og fundur-
inn í Hafnarfirði fór fram á. Skoðanir þingmannsins á stjórnar-
skrármálinu fengu ekki byr á fundinum. Þær studdi aðeins einn
ræðumanna og þó lítillega. Hins vegar hafði einn þeirra, er töluðu
gegn þingmanninum í stj órnarskrármálinu, Páll Briem, ekkert á móti
því að konungi yrði sent ávarp, þar sem hann héldi 25 ára ríkis-
stjórnarafmæli sitt þá um haustið. Þingmaðurinn tók ekki aftur til
máls. Samþykkt var með 52 atkvæðum gegn fjórum að kjósa full-
trúa á Þingvallafund, og var dr. Jónassen einn þeirra, sem atkvæði
greiddu með því. Eitt Reykjavíkurblaðanna segir, að tveir kjósend-
ur hafi ekki greitt atkvæði. Ekki hlutu aðrir atkvæði í fulltrúakosn-
ingunni en Björn Jónsson einn.
Ekki er þess getið, að rædd hafi verið fleiri mál en stjórnarskrár-
málið og kosning á Þingvallafund.
Mér er ekki tiltæk kjörskrá fyrir Reykj avíkurkj ördæmi 1888-89,