Skírnir - 01.01.1969, Blaðsíða 188
182
BJÖRN K. ÞÓRÓLFSSON
SKÍRNIR
frá, að alþingismennirnir Þorleifur Jónsson og Páll Briem og Björn
Jónsson, ritstjóri, hafi annazt allan undirbúning fundarins um fund-
artjöld og greiðasölu.
Þegar flest var á fundinum hafa þar verið 200 manns. Hefur þá
sótt fundinn meira en hálft annað hundrað manns auk fundarfulltrúa
og 18 alþingismanna, sem hann sóttu. Þeir, sem á fundinum voru auk
fundarfulltrúa og alþingismanna, voru flestir úr Reykjavík og nær-
sýslum, en einnig nokkurir bændur úr ísafj arðarsýslu, Strandasýslu,
Húnavatnssýslu, Eyjafjarðarsýslu og Suður-Múlasýslu. Þjóðólfur og
Fjallkonan segja, að á fundinum hafi verið „nokkuð af kvenfólki“.
Ur Reykjavík kom söngflokkur, sem skemmti með söng í Almanna-
gjá, þegar hlé varð á fundahöldum.
Eins og nú var getið, voru á fundinum 18 alþingismenn. Meðal
þeirra voru fundarboðendurnir þrír. Aðrir þingmenn, sem fundinn
sóttu, voru þessir: Páll Briem, þingmaður Snæfellinga, síra Jakob
Guðmundsson, þingmaður Dalamanna, síra Sigurður Stefánsson og
Gunnar Halldórsson, þingmenn ísfirðinga, síra Páll Ólafsson, þing-
maður Strandamanna, síra Eiríkur Briem og Þorleifur ritstjóri Jóns-
son, þingmenn Húnvetninga, Ólafur Briem og Friðrik Stefánsson,
þingmenn Skagfirðinga, Jón Ólafsson, fyrri þingmaður Sunnmýl-
inga, síra Sveinn Eiríksson, þingmaður Austur-Skaftfellinga, Ólafur
Pálsson, þingmaður Vestur-Skaftfellinga, Þorvaldur Bjarnarson,
annar þingmaður Rangæinga, Þorlákur Guðmundsson, fyrri þing-
maður Arnesinga, og Jón Þórarinsson, annar þingmaður Gullbringu-
og Kjósarsýslu. Þetta var meirihluti þjóðkjörinna þingmanna, en
þeir voru alls 30.
Þegar þess er gætt, að þessi Þingvallafundur var haldinn á þeim
tíma, er heyannir voru um allt land, verður fundarsókn að teljast
mikil. Vitaskuld hefur það hjálpað til, að bezta blíðskaparveður
var báða fundardagana, svo sem var bæði fyrir og eftir. Þjóðviljinn
segir, að því væri líkast að náttúran vildi gera Þingvallafundar-
mönnum sem ljúfast að vinna að sj álfstj órnarmáli íslands, aðal-
máli fundarins, en fyrri daginn hafi mývargur minnt menn á dönsku
stjórnina.
Mánudaginn 20. ágúst, réttri stundu fyrir hádegi, setti Benedikt
Sveinsson, alþingismaður, fundinn fyrir hönd fundarboðenda, en