Skírnir - 01.01.1969, Side 197
SKÍRNIR
ÞINGVALLAFUNDUR 1888
191
Fátæklegasta ástæðan gegn stjórnarskrárbreytingunni væri sú, að
hinn hentugi tími væri ekki kominn enn. Vér ættum sjálfir með
áfram haldandi baráttu einmitt að knýja hinn hentuga tíma fram.
Menn hefðu vitnað til deilunnar í Danmörku, en hún kæmi oss
alls ekki við og væri baráttu vorri alveg óskyld. Deilan þar snerist
um skilning grundvallarlaganna um skiptingu valds milli deilda
ríkisþingsins, en vér kepptum aðeins að því að ráða sjálfir vorum
eigin málum. Hlægileg væri sú mótbára, að stjórnarskrárbaráttan
ónáðaði konunginn, og furðulegt, að þessu skyldi vera borið við
enn eins og á ráðgjafarþingunum. Skúli taldi mótbárurnar gegn inn-
lendri stjórn svo veikar, að engin ástæða væri til að örvænta um
happasæl úrslit stj órnarskrárbaráttunnar, ef vér aðeins stæðum
fast fyrir sjálfir. Hann kvaðst sérstaklega vilja taka fram eitt at-
riði, sem hefði mikla þýðingu í þessu máli. Sér fyndist, að stjórninni
sjálfri hlyti að vera kært að geta sem fyrst leitt mál þetta til lykta
til þess að geta „legaliserað“ ástandið hér á landi,21 þar sem stjórn-
arlög þau, er vér ættum nú við að búa, stöðulögin og stjórnarskráin,
væru valdboðin, svo að íslendingar hefðu ekki átt um þau lögmætt
atkvæði.22
Arni Arnason kvað Norður-Þingeyinga vilja halda stjórnarskrár-
breytingunni áfram í frumvarpsformi þangað til málið fengi ákjós-
anlegan enda. Kvað sér falið af kjósendum sínum að flytja Þing-
vallafundinum áskorun um að fylgja sem fastast kröfum vorum um
alinnlenda stjórn í vorum sérstöku málum.
Þórður Guðmundsson kvaðst því miður verða að játa, að hann
mælti fyrir tvíveðrunga í stjórnarskrármálinu eftir fyrri framkomu
þeirra í því. Fram að 1885 hefði eigi orðið annars vart en samsýsl-
ungar sínir væru ánægðir með stjórnarskrána frá 1874, en 1886
hefði brytt á sterkri óánægju með hana og síra Þorkeli Bjarnasyni
verið hafnað fyrir framkomu hans í stjórnarskrármálinu á þingi
1885. Allir hefðu búizt við, að þeir, sem nú væru á þingi fyrir Gull-
bringu- og Kjósarsýslu, mundu halda stj órnarskrárbreytingunni
fast fram alla sína þingtíð, og það hefði vakið megna óánægju kjós-
enda þeirra, að reyndin varð önnur. Á fundinum í Hafnarfirði hefði
það orðið ofan á að halda stj órnarskrárbreytingunni áfram í ávarps-
formi, en kvað sér vel kunnugt um það, að ef ávarpsformið hrifi
ekki, vildu flestir í sýslunni, að málinu væri haldið fast fram í frum-