Skírnir - 01.01.1969, Side 198
192
BJÖRN K. ÞÓRÓLFSSON
SKÍRNIR
varpsformi á þinginu 1889, og allt þangað til þær breytingar, sem
óskað væri eftir, fengju framgang.
Guðmundur Magnússon frá Elliðakoti, fundarmaður, vitnaði til
fundar í Mosfellssveit, þar sem öll atkvæði móti einu hefðu verið
með því að heimta stj órnarskrárbreytingu í líka stefnu og frumvörp-
in frá síðustu þingum fóru fram á, og kvað þetta einnig eindregna
skoðun manna á Seltjarnarnesi, Kjalarnesi og í Kjós. Hann kvað
meiningu sína með ávarpið hafa verið þá, að það ætti vel við og
með því færu menn nokkurs konar aukaleið jafnframt því að þræða
aðalleiðina, á hvern hátt, sem hezt þætti við eiga. Avarpið væri á
engan hátt því til fyrirstöðu, að Þingvallafundurinn ákvæði að halda
málinu áfram hiklaust. Sagði, að Hannes Hafstein hefði talað frá
sínu eigin sjónarmiði, en alls ekki frá sjónarmiði meirihlutans í Gull-
bringu- og Kjósarsýslu. Kjörmenn hefðu kosið hann í þeirri vissu
von, að hann væri með stj órnarskrármálinu, en nú sæist, að þeir
hefðu keypt köttinn í sekknum.
Arnór Arnason sagði, að árinu áður hefðu Strandamenn helzt
viljað fara ávarpsleiðina til að spara kostnað, en sæju nú eins og
flestir aðrir, að hún væri árangurslaus. Kjörmenn hefðu verið kosnir
í öllum hreppum sýslimnar nema einum, og kj örmennirnir hefðu
allir lagt fyrir sig að lýsa yfir þeim vilja þeirra að halda stjórnar-
skrármálinu áfram í frumvarpsformi. Ávarp til konungs væri gagns-
laust, en áskorun til þingsins um málið sjálfsögð.
Páll Pálsson bóndi sagði, að kjörmenn hefðu verið kosnir í öll-
um hreppum Húnavatnssýslu nema einum, og í öllum þessum hrepp-
um væru menn með því að halda málinu áfram í sömu stefnu og gert
væri í frumvörpum síðustu þinga. Að vísu hefði komið fram uppá-
stunga um ávarp, en það kvaðst hann telja aukaatriði, sem engin
áhrif hefði á framgang málsins að öðru leyti. Það væri vilji yfir-
gnæfandi meirihluta þjóðarinnar að fá innlenda stjórn og jafnrétti
við Dani, en nú værum vér undirlægjur Dana. Stjórnarskráin væri
að mörgu leyti góð í höndum góðrar stjórnar, en sannarlegur háska-
gripur í höndum vondrar stjórnar, og hver væri sá, sem ekki vissi,
að vér íslendingar hefðum fengið sára reynslu fyrir því þau 14 ár,
sem liðin væru síðan vér fengum stj órnarskrána. Það væri ekki satt,
að vér gætum gert allt fyrir stjórnarskránni, vér fengjum td. eigi