Skírnir - 01.01.1969, Síða 200
194
BJÖRN K. ÞÓRÓLFSSON
SKÍRNIR
þeir mættu sannarlega standa á svo ólíkum grundvelli, að naumast
kæmu þeir sér saman. — Um fjárhag landsins hélt hann hinu sama
fram sem í fyrri ræðu sinni.
Þá vék hann að meðfulltrúa sínum, Þórði Guðmundssyni, og Guð-
mundi Magnússyni frá Elliðakoli. Sagði, að þeir hefðu báðir verið
kjörmenn á fundinum í Hafnarfirði, sem hefði kosið sig án þess, að
hann hefði boðið sig fram, og báðir undirskrifað erindisbréf sitt,
sem sýndi, að það, sem gerðist á þeim fundi, hefði verið þvert á
móti því, sem þeir segðu. Kvaðst ekki hafa verið á fundinum, en sér
væri sagt, að þar hefði verið lagt fram bréf frá sér, þar sem hann
svaraði spurningu eins manns um það, hvort hann mundi vilja taka
á móti kosningu, þannig, að hann vildi alls ekki vera borinn upp
nema frestendur stjórnarskrármálsins yrðu ofan á. Þeir hafi þá báð-
ir vitað skoðun sína og kosið sig samt, líklega báðir, því að sér væri
sagt, að hann hefði verið kosinn með sex atkvæðum af átta (Guð-
mundur Magnússon: Ekki ég). Hannes kvaðst ekki hafa annað að
halda sér til en þetta, að fundurinn hefði vitað skoðun sína og kosið
sig samt, og svo erindisbréf sitt. Onnur yfirlýsing um þjóðviljann í
kjördæminu væri sér ókunn, en kvaðst viss um, að þar væru miklu
fleiri á líkri skoðun og hann en liinir, sem Þórður og Guðmundur
þættust tala fyrir. Ef fundarmenn hefðu þrátt fyrir það, sem þeir
vissu, kosið sig í þeirri von, að hann mundi blint fylgja stjórnar-
skrárendurskoðuninni, þætti sér leitt, að þeir hefðu gert glappaskot,
sem þeir væru farnir að iðrast eftir, en þeir yrðu að hugga sig við,
að þeir skyldu eigi hér eftir kaupa köttinn í sekknum (ÞórSur Guð-
mundsson: Ekki sama köttinn).
Jón Steingrímsson kvað Arnesinga vilja framfylgja stjórnar-
skrármálinu afdráttarlaust, en einnig geta verið með ávarpi, sem ekki
þyrfti að vera gagnstætt endurskoðun stj órnarskrárinnar.
Þorsteinn Benediktsson kvaðst vilja fylgja fram endurskoðun
stj órnarskrárinnar alveg afdráttarlaust og taldi ávarp ekki hinn eðli-
lega veg í þessu máli. Það, sem menn vildu fá með stj órnarskrár-
frumvörpum Alþingis væri þingbundin stjórn. Til hvers væri barizt,
ef vér svo eftir allt saman fengjum stjórn, sem alveg gæti traðkað
vilja þjóðarinnar undir fótum. Sú staðhæfing, að farið væri fram
á lýðveldi með grímu, þótti homun því undarlegri, sem margir af
andstæðingum endurskoðunarmanna hefðu fundið það að stjórnar-