Skírnir - 01.01.1969, Side 202
196
BJÖRN K. ÞÓRÓLFSSON
SKÍRNIR
takmarkað konungsvald. „En það verðum vér að muna,“ sagði Bene-
dikt, „að öll réttindi eru frá þjóðinni, og á það minnir þessi staður,
er vér stöndum hér á, að hin íslenzka þjóð hefir eigi þurft að krjúpa
á kné til þess að biðj a um, að sér yrði veitt réttindi, því að hún hefir
hér verið tæld til þess með fögrum loforðum að afsala sér þeim
réttindum, sem hún nú biður um hlutdeild í.“ Hannes Hafstein hefði
sagt, sagði Benedikt, að konungur drýgði sjálfsmorð, ef oss væru
veitt þessi réttindi. „En hefir þá Englands drottning myrt sjálfa sig?
Hefir nokkur heyrt þá fregn?“ (Hlátur á fundinum.) Benedikt sagði,
að hún hefði þó sleppt miklu meiri völdum í hendur þegnum sínum,
en fram á væri farið í stj órnarskrárfrumvarpinu oss til handa. Hann-
es Hafstein hlyti að eiga við það, að stjórnarskrárfrumvörpin inn-
leiddu þingræði, og spurði Benedikt, hvort hann vildi þá segja, að
það væri hvergi fengið nema með blóði og baráttu eða hvergi fengið
með konungs undirskrift. Hann hlyti að vita, að hvarvetna í Norður-
álfunni væri það stj órnarfyrirkomulag, að stjórnirnar létu ávallt
undan, þegar báðar þingdeildir héldu einhverju fram. Þegar sam-
komulag brysti, hlyti stjórnin að beygja sig fyrir vilja þjóðarinnar
í velferðarmálum hennar. — Hins vegar neitaði Benedikt því algjör-
lega, að þingið gæti gert alla stjórn ómögulega með því að neita fjár-
lögum. Jafnvel þótt fjárlögum væri neitað, yrði þó að framfylgja
öðrum lögum og greiða þau gjöld, sem lögboðin væru. - Benedikt
spurði, hvernig koma ætti heim og saman því, sem sumir andstæð-
ingar endurskoðunarmanna segðu, að frumvarp þeirra væri verra en
gildandi stj órnarskrá, eftir því hefði stjórnin meira vald, og hinu,
sem Hannes Hafstein segði, að endurskoðunarmenn ætluðu að fiska
þjóðveldi með grímu með frumvarpi sínu.
Um ávarpsleiðina sagði Benedikt, að fundurinn hefði ekki lög-
legan rétt til að senda konungi ávarp, og það hefði ekki heldur Al-
þingi, heldur aðeins deildir þingsins hvor í sínu lagi. En ef nú stjórn-
in legði frumvarp til stjórnarskipunarlaga fyrir Alþingi, þá hlyti að
koma aukaþing, og hvað yrði þá úr tekjuhalla ástæðunni? Ef nú
þingið breytti stj órnarfrumvarpinu, gætu þá ekki aukaþingin orðið
mörg? Þessi ávarpsvegur væri ekki betri en sá, sem stjórnarskráin
sjálf gerði ráð fyrir. „Hugleiðum vandlega,“ sagði Benedikt að lok-
um, „hvernig stjórnin fór eftir áskorun þingsins 1873, áður en vér
förum að biðja stjórnina að gefa okkur nýja stjórnarskrá.“