Skírnir - 01.01.1969, Síða 204
198
BJÖRN K. ÞÓRÓLFSSON
SKÍRNIR
alltaf á móti afnámi óþarfra embætta og jöfnun launa og hefðu sett
sig með hnúum og hnjám á móti innleiðslu tolla á munaðarvöru.
En slíka tolla taldi Jón mjög nauðsynlegt að lögleiða.
Jón sagði, að á fundinum hefði mikið verið þráttað um það, hvort
hið endurskoðaða stjórnarskrárfrumvarp færi fram á að innleiða
hér dulklætt þjóðveldi. Þetta væri bara að kljást um orð, sagði Jón,
og skaut því til Hannesar Hafsteins, að „strika burtu stóru orðin“,
eins og hann hefði sjálfur svo vel að orði komizt.24 Hvar sem þing-
bundin stjórn væri, gæti alltaf orðið ágreiningur milli konungs-
stjórnar og þjóðþings, og stjórnarskráin yrði að leggja ríkara valdið
í hendur stjórnarinnar eða þingsins. Þar, sem þingi væri tryggð yfir-
höndin, væri þingræðisstjórn. Hún væri það, sem hið endurskoðaða
stjórnarskrárfrumvarp færi fram á, og þetta væri hið eina fyrirkomu-
lag, sem tryggði sannarlega sjálfstjórn. Hvort það væri kallað dul-
klætt þjóðveldi eða ekki, gerði ekkert til, en þetta væri það fyrir-
komulag, sem England, lýðlönd þess og öll lönd með fullu þjóðfrelsi
hefðu. Hitt fyrirkomulagið gæti verið gott meðan ekkert reyndi á, en
kæmi ágreiningur upp, færi stjórnarskráin í mola, eins og nú væri
komið hjá Dönum. Hannes Hafstein hefði sagt, að engin stjórn gæti
nokkurn tíma skrifað undir annað eins frumvarp og stjórnarskrár-
frumvarp endurskoðunarmanna. En stj órnarfyrirkomulagið í Noregi
gæti miklu fremur nefnzt grímuklætt þjóðveldi, því að þar væri
frestandi synjunarvald. Og stj órnarfyrirkomulag í sumum nýlend-
um Englendinga væri rýmra fyrir þjóðfrelsið en hið endurskoðaða
stjórnarskrárfrimivarp. „Stjómir í ýmsum löndum hafa því skrifað
undir víðgengari ákvæði en í frumvarpinu eru,“ sagði Jón.
Hann kvað það ekki rétt hjá Hannesi Hafstein, að stj órnarskráin
hamlaði hvergi framförum. Stjórnin hefði td. oft sett sig á móti
ýmsum endurbótum, sem framkvæma mætti ef vér hefðum innlenda
þingræðisstjórn. Ráðgjafinn hefði bannað amtmanni nyrðra að stað-
festa fiskveiðasamþykkt Reyðfirðinga, af því að hún mundi útiloka
Færeyinga frá fiskveiðum þar eystra. Þetta eina mál (fiskveiðamál-
ið) kostaði landið árlega meira en aukaþing á hverju ári.
Það ákvæði í frumvarpi endurskoðunarmanna, að eigi mætti inn-
heimta skatta fyrr en fjárlög fyrir það tímabil hefðu verið samþykkt
af Alþingi og hlotið staðfestingu, sagði Jón, að Hannes Hafstein
hefði skilið rétt og athugasemd Benedikts Sveinssonar um það efni