Skírnir - 01.01.1969, Page 206
200
BJÖRN K. ÞÓRÓLFSSON
SKÍRNIR
mjög hlægilegt. Kvaðst eigi vita þess dæmi, að nokkur stjórn gæti
til lengdar neitað eindregnum vilja heillar þjóðar. Stakk upp á að
setja sjö manna nefnd í málið.
Þórður Guðmundsson sagði það eigi rétt hjá meðfulltrúa sínum,
Hannesi Hafstein, að meirihluti manna í Gullbringu- og Kjósarsýslu
væri á móti stj órnarskrárbreytingunni. A kjörfundinum hefði aðeins
einn verið á móti henni og borið fyrir sig, að hin æðri þekking í
Álftaneshreppi væri á móti málinu. „En nú hef ég frétt hér í dag,“
sagði Þórður, „að almennur vilji sé þar, að málinu sé haldið fast
fram.“
Guttormur Vigfússon tók undir yfirlýsingar meðfulltrúa sinna úr
Múlasýslum um það, að þar vildu menn almennt halda fast fram
stj órnarskrárbreytingunni, en Þingvallafundur væri torsóttur þaðan,
og því mundi mörgum hafa dottið í hug, að eigi væri tilvinnandi að
hreyfa sig, þar sem þeir treystu því, að þingmenn sínir mundu fylgja
málinu fram. Kvaðst hafa verið á mörgum undirbúningsfundum und-
ir Þingvallafund, og þar hefði hvarvetna komið fram eindreginn vilji
um, að málinu væri haldið áfram þing eftir þing, og mundu Aust-
firðingar eigi verða á eftir að leggja sitt fram til kostnaðarins.
Hannes Hafstein sagðist ekki kippa sér upp við, þótt nokkuð marg-
ir hefðu beint orðum sínum að sér, þar sem hann væri sá eini, sem
hreyft hefði mótmælum gegn því, er virtist svo samhuga skoðun
fundarmanna. Einkum hefði Benedikt Sveinsson reynt að slá sig til
riddara á sér með öllum þeim mælskubrögðum og öllu því orða-
glamri, sem hann réði yfir. „Mælskunni í honum“ hkti Hannes við
mýbitið á Þingvöllum. Sumt í ræðu Benedikts sagðist hann ekki
hafa skilið, og sumstaðar ekki skilið, að þingmaðurinn skyldi í al-
vöru geta látið sér slíkt um munn fara. Sagði, að Jón Olafsson hefði
þegar hrakið sumt af því fráleitasta hjá Benedikt og þakkaði Jóni
fyrir þann drengskap að taka svari sínu, þó að hann væri mótstöðu-
maður Jóns. Benedikt hefði álasað sér fyrir að koma fram með ann-
að eins og ávarpsleiðina, en hann kvaðst aldrei hafa sagt, að sér
þætti hún sérlega glæsileg, heldur hitt, að hún héldi endurskoðunar-
málinu vakandi meðan beðið væri betri tíma, meðal annars til þess
að safna fé í landssjóðinn til þess að hafa fyrir hendi til stjórnar-
baráttunnar, ef til kæmi. Spurningum Benedikts um aukaþingin svar-
aði hann á þá leið, að þau mundu verða jafnmörg, hvort sem stjórn-