Skírnir - 01.01.1969, Síða 214
208
BJÖRN K. ÞÓRÓLFSSON
SKÍRNIR
sjálfar hugsuðu um, hvernig þær gætu öðlazt jafnrétti við karlmenn.
Þetta hefðu þær konur gert, sem undir áskorunina hefðu skrifað, og
væri það sérstök hvöt fyrir fundinn að veita málinu góðan byr.
Flutningsmaður lagði sérstaklega áherzlu á það, að auka bæri
fjárráð giftra kvenna frá því, sem þá var í lögum. „Finnur eigi
hver maður,“ spurði hann, „hvað slíkt er eðlilegt, að konan geti tam.
haft ráð á að manna börn sín fyrir sitt eigið fé?“ Hann bjóst við,
að sagt yrði, að konur notuðu ekki þann rétt, sem þær hefðu þegax
fengið, tam. í sveitarmálum, en lýsti yfir því, að í Isafjarðarsýslu
hefðu þær notað þennan rétt vel. Menn yrðu að athuga, að þær
hefðu ekki kjörgengi, en þann rétt konum til handa taldi hann mjög
nauðsynlegan og spurði, hvort ekki mundi sumstaðar betur séð um
uppeldi og menningu sveitarbarna, ef konur hefðu meira að segja í
sveitarmálum en þá átti sér stað. Þá benti hann á, að mikið vant-
aði á að konur hefðu jafnrétti við karlmenn til að leita sér mennt-
unar. Þær mættu aðeins taka próf við latínuskólann samkvæmt til-
skipun 4. des. 1886, en önnur hlunnindi hefðu þær ekki, og því
gætu aðeins ríkismannadætur „studerað“. Burtfararpróf mættu
þær ekki taka frá prestaskólanum né læknaskólanum. „Og kirkju-
rétturinn má eigi einu sinni vanhelgast af námi þeirra,“ sagði flutn-
ingsmaður.
Pétur Jónsson las upp skjal frá 27 konum í Suður-Þingeyjarsýslu,
sem honum hafði verið falið á hendur að flytja fundinum. Hann
lýsti sig mjög hlynntan málinu, en sagðist fáu hafa að hæta við
ummæli flutningsmanns.
Samkvæmt tillögu flutningsmanns var samþykkt að setja þriggja
manna nefnd í málið. í hana voru kosnir Skúli Thoroddsen með 19
atkvæðum, Pétur Jónsson með 18 atkvæðum og Hannes Hafstein
með sjö atkvæðum.
Áður en fundi var frestað var fundarstjóra falið að kveðja þrjá
menn, sem ekki væru í öðrum nefndum, í nefnd til að rannsaka
fundaskýrslur og kjörskrár, sem honum höfðu verið afhentar. Hann
kvaddi í nefndina fulltrúana Jón Jakobsson, Jónas Jónasson og
Magnús Helgason. Hún skilaði skýrslu sinni rétt eftir fundarlok.
Þessarar nefndar er fyrr getið.
Kl. Sy2 um kvöldið var fundi frestað til næsta dags.