Skírnir - 01.01.1969, Blaðsíða 218
212
BJÖRN K. ÞÓRÓLFSSON
SKÍRNIR
Steingrímsson, Stefán Jónsson, Stefán M. Jónsson og Þórður Guð-
mundsson. Fjarstaddir voru fulltrúarnir þrír, sem störfuðu í kjör-
skráanefnd. Ásgeir Bjarnason og Páll Pálsson bóndi greiddu ekki
atkvæði. Þá kom til atkvæða svohljóðandi breytingartillaga frá Jóni
Einarssyni: „Fundurinn skorar á Alþingi að leggja alls ekkert fé
framvegis til útlendra gufuskipaferða í kring um landið, en styrkja
gufubátsferðir með ströndum landsins og innfjarða." Þessi tillaga
var felld með öllum atkvæðum gegn einu (flutningsmanns).
Loks var tillaga fundarstjóra með á orðinni breytingu samþykkt
með öllum þorra atkvæða, svo hljóðandi:
„Fundurinn skorar á Alþingi að veita framvegis ekkert fé til
hins danska gufuskipafélags og vill mæla einkanlega með gufubáts-
ferðum eingöngu með ströndum fram og innfjarða.“
Afnám dómsvalds hœstaréttar í Kaupmannahöfn í íslenzkum mál-
um var sjötta mál á dagskrá fundarins.
Flutningsmaður, Páll Pálsson, prestur, sagði, að innlend stjórn og
og innlent dómsvald yrði að fylgjast að. í stöðulögunum væri ráð-
gert að afnema dómsvald hæstaréttar í íslenzkum málum, og skoraði
flutningsmaður á fundinn að samþykkja tillögu þess efnis.
Friðbjörn Steinsson sagði, að sér fyndist málið standa í of miklu
sambandi við stjórnarskrármálið til þess að vera tekið fyrir sem
sjálfstætt mál. Taldi ekki fulla þörf á að fá dómsvald hæstaréttar
þegar í stað inn í landið. Sagði, að það hefði töluverðan kostnað í
för með sér.
Benedikt Sveinsson, alþingismaður, sagði, að sérmál Islands væru
talin upp í þriðju grein stöðulaganna, og væri þar sérstaklega tekið
fram, að engin breyting yrði gerð á stöðu hæstaréttar sem æðsta
dóms í íslenzkum málum án þess að hið almenna löggjafarvald ríkis-
ins tæki þátt í því. Þetta væri því sameiginlegt mál eftir stöðulögun-
um og yrði að koma fyrir ríkisþingið.
Benedikt sagði, að eftir þeirri breytingu, sem gerð var á stjórnar-
skrárfrumvarpinu 1887, lægi þetta mál alveg fyrir utan stjórnar-
skrármálið og gæti engan veginn spillt fyrir því, heldur miklu frem-
ur orðið óbeinlínis til að styðja það og skýra. Ein af aðalmótbár-
unum gegn stj órnarskrárfrumvarpinu væri, að það riði í bága við
stöðulögin. Ríkisþingið hefði samþykkt stöðulögin og væri því eitt
bært um að skýra þau, og mjög svo nauðsynlegt væri að fá að