Skírnir - 01.01.1969, Qupperneq 224
218
BJÖRN K. ÞÓRÓLFSSON
SKÍRNIR
menn almennt verið á móti „því stóra skólafyrirkomulagi“, sem
komið hefði fram á síðasta þingi, og kvaðst hann hafa orðað til-
lögu sína samkvæmt því. Hún gæti vel samrýmst skoðun Jóns Jakobs-
sonar.
Jakob Guðmundsson, alþingismaður, sagði, að síðasta þing hefði
tekið upp styrk til sveitakennara, og væri tillagan bending til þings-
ins að halda málinu í hku horfi.
Nú voru tillögurnar bornar undir atkvæði, og var tillaga síra Páls
samþykkt með öllum þorra atkvæða. Um tillögu Jóns Jakobssonar
voru atkvæði greidd að viðhöfðu nafnakalli, og var hún samþykkt
með 14 atkvæðum gegn 13. Já sögðu Árni Árnason, Einar Jónsson,
Jón Einarsson, Jón Hjörleifsson, Jón Jakobsson, Jón Jónsson frá
Sleðbrjót, Jón Sigurðsson, Magnús Helgason, Pétur Fr. Eggerz, Pét-
ur Jónsson, Stefán Jónsson, Stefán M. Jónsson, Sveinn Brynjólfsson
og Þórður Guðmundsson. Nei sögðu Andrés Fjeldsted, Arnór Árna-
son, Ásgeir Bjarnason, Björn Jónsson, Friðbjörn Steinsson, Gutt-
ormur Vigfússon, Hannes Hafstein, Jón Jónsson prófastur, Jón
Steingrímsson, Jónas Jónasson, Páll Pálsson bóndi, Páll Pálsson
prestur og Þorsteinn Benediktsson. Fundarstjóri, sem nú var Skúli
Thoroddsen, greiddi ekki atkvæði.
Þar sem stjórnarskrárnefnd átti ólokið við álit sitt var gert fund-
arhlé kl. 1 til 2%.
Þá tók Björn Jónsson aftur við fundarstjórn. Hann lagði fram
og las upp yfirlit eða áætlun um fundarkostnaðinn, samtals rúmar
120 krónur, sem hann kvað eigi önnur ráð með en jafna niður á
fulltrúana. Þeir greiddu allir 28 þegar í stað hver sitt tillag 4 krónur
35 aura.
Þá fór fram ályktunarumræða um stj órnarskrármálið, sem fyrr er
frá sagt.
Tíunda mál á dagskrá fundarins var fjölgun þingmanna.
Benedikt Sveinsson alþingismaður lauk miklu lofsorði á fundinn
og þá eindrægni, er hann hefði sýnt, sem Benedikt taldi spá góðu,
eigi aðeins fyrir framgangi aðalmáls fundarins heldur og framtíð
landsins, þegar ýmsir þeirra, sem á fundinum sætu á fulltrúabekkj -
um hefðu tekið sæti meðal þeirra, sem ættu að ráða lögum á landi
voru. Fundurinn hefði ályktað að skora á Alþingi að framfylgja
ýmsum málum, en skipun Alþingis væri svo háttað, að þótt allir