Skírnir - 01.01.1969, Side 229
SKÍRNIR
ÞINGVALIAFUNDUR 1888
223
ekki fylgdu stjórnarskrárfrumvarpi þingsins 1885. Um Grím vissu allir, að
hann var því andvígur. Jónassen lofaði kjósendum engu um fylgi við það
og var því andvígur á Alþingi.
13 Sbr. Jón Sigurðsson: Sigurður í Yztafelli og samtíðarmenn bls. 159.
14 Heykleif í kjörfundarskýrslunni.
16 I kjörfundarskýrslunni og á kjörbréfi Jóns í Hemru er kjörfundur og kjör-
bréf dagsett 23. júní, en sú dagsetning getur ekki verið rétt, sem sjá má m
a. af því að í Leiðvallarhreppi var kosningarfundur til að kjósa kjörmenn
á fundinn að Flögu haldinn 25. júní. Kjörfundurinn hefur að líkinduin ver-
ið haldinn 23. júlí og má nefna þessu til stuðnings, að frá kosningu Jóns í
Hemru er ekki sagt í blöðum þar til Þjóðólfur getur hennar 10. ágúst.
10 Þessi hluti erindisbréfsins er prentaður í Þingvallafundartíðindum bls. 6.
17 Um þetta erindisbréf hafa orðið einkennileg mistök. A fótinn er skrifað til
Þórðar Guðmundssonar og til hans er stílað í sjálfu bréfinu: „voruð þér,
háttvirti herra, ásamt herra cand. jur. Hannesi Hafstein í Reykjavík, kosinn
til að mæta á téðum Þingvallafundi", en þetta er leiðrétt þannig, að strikað
er yfir orðin „cand ... Reykjavík" og „hreppstjóra Þórði Guðmundssyni á
Hálsi“ skrifað uppi yfir. Næst liggur að skýra þetta þannig, að Gunnlaugur
Briem hafi af misgáningi skrifað tvisvar erindisbréf handa Þórði Guðmunds-
syni, en leiðrétt annað eintakið eins og nú var getið, í stað þess að skrifa
af nýju erindisbréf handa Hannesi Hafstein. Þetta bréf er nefnt erindis-
bréf, en er auðvitað kjörbréf, þó að fulltrúanum séu gefin ýtarlegri fyrir-
mæli en venja var í kjörbréfum til þess Þingvallafundar sem hér um ræðir.
Kristján Albertsson (Hannes Hafstein, Ævis. I, 131) telur líklegt, að Hann-
es hafi beint eða óbeint ráðið orðalagi bréfsins.
18 Annað kvæði miklu betra var stílað til fundarins, en mun ekki hafa verið
birt fundarmönnum. Höfundur þess er Einar Benediktsson, en það var fyrst
prentað í Norðurljósinu 10. september 1888 nafnlaust undir fyrirsögninni
„Bréf í ljóðum til Þingvallafundarins 1888 frá frónska Búa og bræðrum
hans“. Það er prentað með nokkurum breytingum til bóta í Sögum og
kvæðum Einars 1897. Kvæðið hefst þannig: Vér kveðjum þá, sem eldinn
skulu ala, sem máli þeirra þöglu skulu tala, sem þjóðin sendir fram úr
flokki valda. - Vér heilsum djúpt, vér erum undiralda.
19 Hér er prentvilla í Þingvallafundartíðindum, áhrif f. afdrif.
Hér mun átt við ákvæði um landsdóm í stjómarskrárfrumvarpinu frá 1887.
Samkvæmt þeim skyldi landsdómur „skipaður dómendum hins æðsta dóm-
stóls innan lands og öllurn þingmönnum efri deildar."
21 Skapað hér á landi lögmætt ástand.
22 Hér er farið eftir ágripi af ræðu Skúla Thoroddsens, sem birt var í Þjóð-
viljanum 15. okt. 1888 og er nokkuð á aðra lund en ágrip sömu ræðu í Þing-
vallafundartíðindum. Enda er hún þar helzt til sundurlaus.
23 Hér mun átt við greinina „Stjórnarskrármálið og búskapur landssjóðs“,
ísafold 18. ágúst 1888.