Skírnir - 01.01.1969, Page 233
Ritdómar
HERMANN PÁLSSON:
ÍSLENZK FORNRIT I
Islendingabók . Landnámabók . Jakob Benediktsson gaf út
Hið íslenzka fornritafélag, Reykjavík, 1969
Árið sem leið voru liðnar réttar níu aldir frá fæðingu Ara fróða, og er mér
ekki kunnugt um að atburðarins hafi verið minnzt á neina lund nema með út-
komu þessarar bókar; þó skeikar þar nokkru um, því að hún sá ekki dagsins
ljós fyrr en árið 1968 var löngu runnið út. Allt um það er ærin ástæða til að
fagna þeim skerf sem Jakob Benediktsson hefur lagt fræðunum með þessu riti;
Ara fróða gat naumast verið valinn öUu veglegri minnisvarði. Texti beggja rit-
anna er vel úr garði gerður eins og vænta mátti, enda hefur Jakob þrautkynnt
sér þau vandamál sem að honum lúta; útgáfa hans á Skarðsárbók (1958) og
undirbúningur að útgáfu hans á verkum Arngríms lærða hafa verið honum til
mikils stuðnings. í inngangi sínum að fslendingabók fjaUar Jakob rækilega um
ævi Ara fróða, gerðir bókarinnar, ritunartíma og tilefni, heimUdarmenn og fyrir-
myndir og síðast en ekki sízt tímatal. Rekur hann þar sundurleitar kenningar
annarra fræðimanna og vinzar þær úr, sem honum eru bezt að skapi. Um tilefn-
ið að ritun íslendingabókar og tilgang hennar finnst mér Jakob ekki leggja
nógu miklu áherzlu á, að með henni er verið að gera greinargerð fyrir íslenzku
þjóðinni og þjóðfélaginu, og það er engan veginn óhugsandi að henni hafi að
öðrum þræði verið ætlað kynningarhlutverk erlendis. Vel má vera að þeir bisk-
upar Þorlákur og Ketill hafi viljað „svara kunna útlendum mönnum", sem
brigzluðu íslendingum um að vera komnir frá víkingum og þrælum, eins og ein-
um af Landnámutextum fornum var ætlað að gera. Vafalítið má gera ráð fyrir
því, að Ari fróði hafi byrjað á sagnaritun sinni fyrir aldamótin 1100, enda er
hann kominn á fertugsaldur þegar tólfta öldin gengur í garð. í rauninni er eðli-
legast að telja íslenzka sagnaritun hefjast með útkomu Sæmundar fróða frá
Frakklandi árið 1076 eða þar um bU, því að naumast hefur hann látið lengi
bíða að hefjast handa eftir hann kom frá námi.
í innganginum að Landnámu hefur Jakob að sjálfsögðu stuðzt mjög við rit
Jóns Jóhannessonar um gerðir hennar, en auk þess bætt við ýmsum glöggum
athugasemdum um atriði, sem Jóni hafði skotizt yfir. Er mikill fengur að köfl-
unum um áhrif Landnámu á önnur sagnarit, innbyrðis afstöðu einstakra gerða
hennar og notkun annarra rita í þeim. Upphaf Landnámu er enn í nokkurri
þoku; má sennilegt þykja að frumgerð hennar (frá hendi þeirra Kolskeggs