Skírnir - 01.01.1969, Side 240
234
RITDÓMAR
SKÍRNIR
-397.3) leiddi í ljós fimm sinnum fleiri lesbrigði en þau sem tilgreind eru hjá
Unger, en öll komu þau heim yið stemmað hér að ofan. Eitt dæmi skal tekið
hér um mistök hjá Unger:
396.15-16 mane regressi L; hurfu þeir heim; um morgininn komu
þeir til aptr Unger; hurfu þeir enn aptr til um morgininn AB; hurfu
þeir heim aptr um morguninn. Komu þeir til aptr C.
Hér breytir Unger C og tekur athugasemdalaust upp í aðaltexta, en þegir yfir
betri leshætti AB.
Tveitane birtir stöku sinnum lesbrigði handrita, sem Unger nefnir ekki, en
hann hefði átt að gera grein fyrir vinnubrögðum Ungers og bera tilvitnanir
sínar saman við handrit.
Fáeinar sögur úr síðari hluta VP eru einnig í blendingshandritinu AM 764
4to frá 14. öld, sem Unger hefur ekki notað við útgáfu sína. Eftir þessu hand-
riti prentar Tveitane tvær stuttar sögur (20.-21. og 23.-24. bls.), og tekst heldur
illa til. Látum vera þó hann auki við greinarmerkjum og samræmi skiptingu
milli orða, en réttara hefði verið að geta þess. Lakara er að ósamræmis gætir
þegar leyst er úr böndum, og loks eru ósæmilega margar villur í þessum fáu
línum. Þær verstu skulu leiðréttar hér:
21.3 „ero adrer fliotare a þui mot“ > „ ... aþat mot“.
23.39-24.1 „ok sem hann sa ser ner at kominn dauþa at hann matti
uarla mæla þustu inn i husid marger fianndr" > „... la sua nær at
kominn dauþa..."
24.2 „þa kom rodd ifer honum“ > „ ... ifer hann“.
764 er ekki fjarska torlesið, og þau bönd sem ranglega er úr leyst eru ekki tví-
ræð, en villurnar afhjúpa tvo megingalla á verki höfundar - óvandvirkni og
ótrausta kunnáttu í norrænu máli.
III. kafli heitir „Norsk og islandsk i den norrpne teksten", er þar í upphafi
vikið að þeirri hugmynd D. A. Seips, að þýðing VP kunni að vera tengd Jóni
Halldórssyni sem biskup var í Skálholti árin 1322-29 og mun hafa verið
norskur. Tveitane hallast fremur að tímasetningu Finns Jónssonar (síðari hluta
13. aldar), en finnur hins vegar nóg af norskum riteinkennum til þess að gera
ráð fyrir glötuðu norsku frumriti að baki varðveittu handritunum íslenzku. Að
heita má öll þau einkenni sem Tveitane nefnir má finna í fjölmörgum öðrum
íslenzkum 14. aldar handritum, svo að sönnunargildi þeirra er harla lítið.
Eina frávikið frá algengri stafsetningu er orðmyndin „bant“ fyrir ,batt‘ í B
(HMS II, 394.13; Tveitane í II. kafla, 15. bls.), en í B stendur raunar „bat“
með striki yfir „a“, og þar sem strik yfir staf er í B ekki aðeins notað til að
tákna nefhljóð, heldur einnig sem tvöföldunarmerki yfir „t“, er líklegast að
skrifari hafi óvart sett það of langt til vinstri.
Ýmiskonar ónákvæmni og fáfræði gætir varðandi íslenzka málssögu: í um-
tali um ritháttinn „ei“ fyrir ,æ‘ í B segir „jfr. overgangen ce > æ > ei i is-
landslc fra 13. hundreár av“ (14. bls.), talað er um tvíhljóðunina e > ei „foran
enkel g“ (14. bls.) og „overgangen va > vo“ (15. bls.) án notkunar lengdar-