Skírnir - 01.01.1969, Qupperneq 242
236
RITDOMAR
SKÍRNIR
norræna textanum. í tveim þeim síðari má að vísu líta á ,konur at sjá‘ / ,at
sjá konur* sem acc.-ígildi (með inf. ,hafa verit* / < ,vera‘ >). I fyrsta dæminu
er þetta setningarfræðilega fyrirbrigði hins vegar alls ekki að finna, og þá
setningu segir Tveitane nálgast „ren anakoluti“, enda þótt hún sé óaðfinnan-
lega gerð. (Að vísu hefði þýðandi getað haft orðaröð eðlilegri og bætt við
,þeim‘ (sem stjórnað er af ,koma‘, en undanskilið), ef hann hefði hirt um að
mata lesendur sína með skeið.)
Hvað lengra? Það mundi fara langt út fyrir þau takmörk sem Skímir setur,
ef leiðrétta ætti allar villur í tilvitnunum hjá Tveitane og ræða hæpnar eða
fráleitar ályktanir.
Halvorsen nefnir í gagnrýni sinni (MoM, 17. bls.) að margoft vanti brodda,
þegar norræn orð eru tilfærð með samræmdri stafsetningu. Þetta á ekki síður
við um lykkju (t. d. á 116. bls. „i rimfigurer som frá lostam til kosta“, þar sem
,l§str‘ og ,kostr‘ gera aðalhendingar með stafsetningu Tveitane og 5 önnur dæmi
em um „o“ í ,lostr‘ þar sem samræmdrar stafsetningar er að vænta). Ekki er
leturfátækt prentsmiðjunnar um að kenna, því að broddur og lykkja sjást
endrum og eins.
Tilvitnanir í texta VP í útgáfu Ungers líta í fljótu bragði út fyrir að vera
stafréttar, en þegar að er gáð kemur í ljós að lykkjum og broddum hefur verið
fargað víðast hvar. Segja má að þetta sé samræming stafsetningar út af fyrir
sig, en beinna hefði legið við að fylgja venjulegri samræmdri stafsetningu
nema þegar stafsetning handrits getur skipt máli.14
Ýmsar aðrar villur í tilvitnunum vaða uppi. T. a. m. eru á 54. bls. einni
þessar villur (línutölur í svigum): „Tackir“ fyrir „þackir“ (8), „riddera“ fyrir
„riddara“ (18), „komu“ fyrir „koma“ (24) og „ber“ fyrir „þer“ (35), og er þó
ekki allt tínt til.
Þá er stundum hlaupið yfir orð, eitt eða fleiri, annaðhvort af vangá (sjá t. d.
5. aths.) ellegar til styttingar án þess að punktar séu settir í skarðið (t.d. á
54. bls., 18.1.)
Þýðingar og leiðréttingartilraunir eru stundum heldur bágbomar:
„Sva feck ek af henni eigi sidr onnur œfintyr: „Sá fikk jeg av henne ogsá et
annet problem; noe annet á tenke pá...““ (39. bls.) Hér er Tveitane að reyna
að bæta um norrænu þýðinguna með því að auka „af“, sem í hvorugu hand-
ritinu stendur, inn í setninguna, en í þýðingu sinni á norsku virðist hann
14 I annarri norskri bók frá árinu sem leið um skylt efni, Astrid Salvesen,
Studies in the Vocabulary of the Old Norse Elucidarium (Universitetsfor-
laget), er þeirri reglu fylgt að samræma stafsetningu tilvitnana, en sam-
ræmingarvillur og aðrar villur eru margar og sumar herfilegar ekki síður en
hjá Tveitane: „vegsama þá allir englar ok allir helgar svá sem hofdingja"
(54. bls.) og „ ‘Pegi þu, barn, segir hon, ’ek læt refinn át þér ef þu þegir
eigi.’ “ (81. bls.), svo að tvö dæmi séu tekin og ekki þau verstu.