Skírnir - 01.01.1969, Síða 245
SKÍRNIR RITDÓMAR 239
nú rétta þeim mörgu háskólamönnum, sem hér eiga hlut að máli, hjálpandi
hönd.
Auk þessarar umræðu og fjölda ritdóma flytur MedScand 1 10 sjálfstæðar
greinar. Þar af eru þrjár um rúnafræði. Langtum læsilegust þeirra er grein As-
lak Liestpl um norsk bréfaviðskipti á rúnum, sem komið hafa fram við upp-
gröft hins forna verzlunarstaðar við Björgvinjarbryggju, þar sem fundizt hafa
hálft sjötta hundrað rúnaristur. Rúnir hafa verið notaðar við bréfagerðir, og
geta risturnar því í sumum dæmum verið heimildir um þjóðfélagshætti og
sögulega viðburði. R. Derolez ritar um rúnir í latínuhandriti frá Clairvaux
seint á 12. öld, er settar hafa verið í samband við Eskil erkibiskup sænsk-
an, er þar lét lífið 1182. Höfundurinn telur rúnir þessar hins vegar engilsax-
nesks uppruna, en bendir á, að fjöldi áletrana með Norðurlandarúnum sé í
handritum á meginlandinu, og hafi rannsóknum þeirra alltof lítið verið sinnt.
Þriðja rúnagreinin, eftir Niels Haastrup, fjallar um rúnaættir og uppruna rúna-
leturs. Telur höfundur, að þá miklu gátu beri að reyna að leysa með hliðsjón
af þeim bókstafafræðum miðalda, þar sem bókstafstáknin voru flokkuð saman
í hópa eftir samkennum í pennadrætti og útliti. Megi búast við hliðstæðum
hugmyndum í sambandi við rúnaættir. Hins vegar hefur höfundinum ekki tek-
izt að finna slík kerfi að verki fyrr en á miðöldum, og er þetta því ekki annað
en tilgáta.
Tvær ritgerðir snerta sérstaklega danska sögu. Aksel E. Kristensen tekur
niðurstöður sagnfræðinga um þróun danska ríkisins frá lokum víkingaaldar
fram á 13. öld til endurskoðunar Sýnir hann fram á, að rétt muni að skoða út-
þenslu og viðgang ríkisins á dögum Valdemaranna sem beint áframhald
nokkurn veginn órofinnar efnalegrar og menningarlegrar uppbyggingar frá
víkingaöld, og hafi útþensla ríkisins í minna mæli verið háð gengi eða gengis-
leysi hinna þýzku nágranna en talið hefur verið. - Karl Wiihrer metur gildi
elztu danskra lagabálka (Landskabslove; í varðveittri mynd frá 13. öld) sera
heimilda um réttarfar á eldri tímum. Samanburður við eldri heimildir, sem
hann telur treystandi, aðallega rit Tacitusar, leiðir til þeirrar skoðunar, að
mörg ákvæði hinna dönsku héraðalaga hafi verið í gildi þegar við upphaf
tímatals vors.
Lars Lönnroth ritar fjörlega grein um brot af ártíðaskrá í Gks 1812 4to,
69-70, sem útgefandinn, Jón Þorkelsson, taldi runnið frá Viðeyjarklaustri.
Brotið tekur aðeins til mánaðanna janúar og febrúar, en mannalát eru skráð
á jaðarinn með ýmsum höndum. Lönnroth telur, að endurgera megi skrána
að nokkru með samanburði við Helgafells ártíðaskrá. Nú vitnar höfundur Is-
lendinga sögu í Styrmi fróða um dánardægur Snorra Sturlusonar, „ártíð Snorra
fólgsnarjarls“, og telur Lönnroth líklegt, að heimildin hafi einmitt verið þessi
ártíðaskrá Viðeyjarklausturs, og muni mega sjá rithönd Styrmis í henni. Þó
verður óvíst, hver rithöndin er hans, og verður því ekki sagt, að uppskera sé
mikil. Sýnilega er höfundi þó meir í mun að reyna að varpa Ijósi á samband
klausturstofnana og sagnaritunar. - Vel rituð og vönduð er yfirlitsgrein Knut