Skírnir - 01.01.1969, Qupperneq 247
SKÍRNIR
RITDÓMAR
241
synlegt sé að matreiða allt fyrir þá á ensku. Reyndar er það svo í MedScand 1,
að fyrir bregður bæði þýzku og frönsku, auk enskunnar. Vissulega er hagur
að því, að sem flestir geti lesið það, sem birt er, og fortakslaust ber að birta á
sem útbreiddustu tungumáli fræðirit um efni, sem eru alþjóðleg í eðli sínu,
t. d. stærðfræði eða eðlisfræði. En viðhorfið hlýtur að vera annað, þegar um
er að ræða menningarsögu Norðurlanda. Varla leggur nokkur maður alvarlega
stund á neitt svið slíkra fræða án þess að læra að lesa einhver Norðurlanda-
mál. Slíkt er óhugsandi. Fræðileg rit hafa mismunandi mikið almennt gildi.
Þegar þau hafa mikið almennt gildi, er hagræði að þau séu rituð á stórþjóðar-
máli og bersýnilega hefur enskan unnið mjög á í fræðilegu riti á Norðurlönd-
um (og Islandi) hin síðari ár. I öðrum dæmum er þetta óþarfi, og vandinn væri
oft miklu betur leystur með efniságripi á ensku. Sjálfsagt er að viðurkenna,
að hið gullna meðalhóf er vandratað, en sú ritstjórnarstefna, að tímarit um
menningarsögu Norðurlanda birti ekki efni á Norðurlandamálum, virðist orka
tvímælis. Onnur hlið þessa máls er sú, að fjöldi ágætra fræðimanna eru ófærir
rithöfundar á ensku. Það er og verður svo, að mjög fáir verða nokkru sinni jafn
ritfærir á mál annarrar þjóðar sem sinnar eigin. Þýðingar eru erfið verk og
vandasöm, og þýtt verk nýtur sín oft miður en það, sem birt er á máli höfundar.
Hér ber enn að sama brunni: efniságrip væri oft betri lausn.
Að lokum er að geta þess, að MedScand 1 hefur einnig að flytja mesta fjölda
ritdóma, og er góður fengur að sumum þeirra. Ytri búningur ritsins er smekk-
legur, og fjöldi prentvillna er ekki geigvænlegur. Ritið fer rösklega af stað, og
verður fróðlegt að sjá, hvernig því farnast.
Davíð Erlingsson
ELSA E. GUÐJÓNSSON :
ÍSLENZKIR ÞJÓÐBÚNINGAR KVENNA
frá 16. öld til vorra daga
Bókaútgáfa Menningarsjóðs, Reykjavík 1969
BÓk þessi mun fyrsta sjálfstætt rit um íslenzka þjóðbúninga kvenna og þróun-
arsögu þeirra og því nýtt framlag til íslenzkrar menningarsögu. Höfundurinn,
Elsa E. Guðjónsson, hefur stundað háskólanám erlendis í þeirri fræðigrein,
sem bókin heyrir undir, og er nú, svo sem alkunnugt er, safnvörður við Þjóð-
minjasafn íslands. Hefur sú stofnun stuðlað allverulega að útkomu bókarinnar,
en Bókaútgáfa Menningarsjóðs annast útgáfuna. Eins og að líkum lætur er því
vel til hennar vandað.
Stutt ágrip er undirtitill þessa rits, en það er tæpar sjötíu blaðsíður að með-
töldum myndsíðum og spannar þó yfir fjórar aldir og vel það. En höfundur er
gagnorður og hættir sér lítt út í haldlitlar ágizkanir. Þessu riti svipar að gerð
til smárita, sem altítt er að út komi á vegum safna á Norðurlöndum, oft sér-
16