Skírnir - 01.01.1969, Side 251
SKIRNIR
RITDÓMAR
245
Ef satt skal segja virðist Agnar Þórðarson ekki hafa form leikhússins fylli-
lega á valdi sínu, þráttfyrir langa, staðfasta og einlæga viðleitni: bæði bygg-
ingu leikritanna og samtalstækni er víða mjög ábótavant. Það var því skyn-
samlega ráðið af honum að snúa sér aftur að skáldsögunni, því á þeim vett-
vangi virðist hann vera miklu hagvanari og hafa ýmislegt til brunns að bera,
sem prýða má alvarlega þenkjandi borgaralegt sagnaskáld. Er eiginlega skaði,
að hann skuli hafa sólundað hálfum öðrum tug sinna beztu ára í leiklistarvið-
leitnina, því þau hefði hann án efa getað hagnýtt sér á miklu frjórri hátt til
skáldsagnagerðar og losað sig við ýmsa þá hnökra sem enn lýta verk hans -
sumir hverjir sennilega vegna reynsluskorts og ónógrar þjálfunar.
Agnar Þórðarson er einn sárafárra íslenzkra rithöfunda sem takast á við
siðferðileg og sálræn vandamál einstaklingsins í fullri alvöru. Að því leyti er
hann dyggur sporgöngumaður höfunda einsog Einars H. Kvarans og Gunnars
Gunnarssonar. Það sem á hann sækir er annarsvegar varnarleysi einstaklingsins
gagnvart erfðum sínum og uppeldi og hinsvegar gagnvart spillingaröflum
þjóðfélagsins. Þó þjóðfélagsmein séu talsvert fyrirferðarmikil í skáldskap
hans, verður hann ekki flokkaður með ádeiluhöfundum eða könnuðum þjóð-
félagsvandamála einsog „raunsæisskáldunum“ svonefndu, vegna þess að þjóð-
félagið er aldrei í brennidepli hjá honum, heldur er það ævinlega meira eða
minna lausleg umgerð um líf þeirra einstaklinga sem verkin raunverulega
snúast um.
Söguhetjur Agnars Þórðarsonar eru í þeim skilningi „nýtízkulegar“ að þær
eru gjarna lamaðar á vilja, bundnar og þvingaðar af sér sterkari persónum,
vanmegnugar að rjúfa fjötrana og finna færa leið til frelsis. Vandkvæði þeirra
eru yfirleitt bundin svikum af einhverju tagi, fjárdrætti, svindli eða einhverju
þvíumlíku, og svo hugsjónum sem reynast hjóm eitt og blekkingar.
Þetta stef er leikið í ýmsum tilbrigðum í verkum Agnars, bæði skáldsögum
og leikritum, en hvergi virðist mér hann hafa náð betri tökum á því en í þess-
ari síðustu skáldsögu, svo meingölluð sem hún þó er. Má vera að aðferð höf-
undar eigi einhvern þátt í árangrinum, sá háttur hans að stæla tækni kvik-
mynda og raða atburðum saman af handahófi, hefja frásögnina á atviki seint
í viðburðarás sögunnar og lesa sig síðan fram eða aftur eftir því sem verkast
vill. Þessi háttur ljær frásögninni ákveðna dul og jafnvel spennu, þó ekki takist
stílbragðið ævinlega jafnvel. Sagan er ekki sögð í fyrstu, heldur þriðju persónu,
en hún gerist öll í hugskoti söguhetjunnar, Benna, þannig að lesandinn sér
alla atburði með hans augum. Þó þessi aðferð firri höfundinn ákveðnum
vanda, einkanlega þeim að gera fyllri grein fyrir öðrum sögupersónum, þá
skapar hún líka vandamál sem torvelt getur verið að leysa, en frá því kemst
Agnar furðufimlega.
Benni er ekki hetja í hefðbundnum skilningi, heldur þveröfugt: and-hetja,
„anti-hero“; þ. e. a. s. lýsing hans er fullkomlega neikvæð, hann hefur fátt
eða ekkert sér til málsbóta. Vert er að gefa því gaum, að hér er um allmikla
nýjung að ræða í hefðbundnum íslenzkum skáldskap (ég man ekki í svipinn