Skírnir - 01.01.1969, Page 253
SKÍRNIR
RITDÓMAR
247
alldjarflegt í draumum eða martröffum Benna, en yfirleitt heldur ófrumlegt
og lágkúrulegt. Agnar er ákaflega jarffbundinn höfundur, raunsæismaffur
rúmhelginnar, sem á mjög erfitt meff aff hefja sig til skáldlegs flugs effa inn-
blásinna lýsinga. Þetta virffist hann gera sér ljóst í síffustu skáldsögu sinni og
freistast sjaldan til skáldlegra tilþrifa. Honum lætur bezt hin hlutlausa, raun-
sæja og kaldhamraða frásögn.
Þó merkilegt megi virffast, ekki sízt með hliðsjón af nafni sögunnar, verffur
heimur spilanna, sem Benni lifir og hrærist í, ákaflega veigalítill þáttur í
sögunni. Þetta er þeim mun merkilegra sem Benni er sagffur altekinn spila-
fýsn og ekki síffur fyrir þá sök aff meff fyllri lýsingu á heimi spilamennskunnar
og því andrúmslofti sem þar ríkir hefffi Agnar getaff brugffið upp athyglis-
verðri hliffstæffu viff eða smámynd af þjóðfélaginu í heild. Meff þessari van-
rækslu glutrar höfundur einnig niffur tækifæri til aff gera ýtarlegri og sann-
ferffugri grein fyrir spilafýsn Benna og þeirri ástríðu smáborgarans sem verffur
honum að falli: ástríffunni aff lifa flott, eignast peninga og kaupa sér stöffu-
tákn og virffingu samborgaranna. Þessi þáttur er enganveginn nægilega vel
undirbyggffur, og faffir Benna hrekkur tæplega til aff skýra áráttu hans og
ógæfu, þó hann varpi Ijósi á ýmislegt í fari sonarins.
Hjartaff í borffi fjallar um lífslygina í sínum margvíslegu myndum, og
niffurlag sögunnar er í rauninni rökrétt afleiðing þess sem á undan er gengiff.
Samt veldur þaff sárum vonbrigðum. Eg held aff skýringin á því sé „kjark-
leysi“ höfundarins, ef hægt er að orða það svo. Mér virffist hann skorta
áræði (kannski er það eitthvað annaff en áræði) til aff kafa til botns í við-
fangsefniff, kasta sér útá djúpið og hætta lífi og limum ef því er aff skipta.
Frásögnin af kynnum þeirra Benna og Elínar, svo „ótrúleg“ sem hún er, er
djörf í þeim skilningi aff höfundurinn teflir á tvær hættur gagnvart lesand-
anum, reynir verulega á trúgirni hans, og kemst að minni hyggju klakklaust
frá því. Samskonar áhættu hefði hann vísast átt aff taka í sögulok - ekki
meff sjónvarpsdísinni, systur Benna, sem er hrá og óunnin viðbót við söguna
(aff vísu meff álitlegum ádeilutilburffum), heldur meff einhverju því listbragði
sem varpaff hefði nýju effa óvæntu Ijósi á efniff. Slíkar vangaveltur gagnrýn-
anda eru vitaskuld gagnslausar og fáránlegar, en þær eru sprottnar af sárum
vonbrigðum sem niðurlag sögunnar olli.
Vonandi lánast Agnari Þórðarsyni meff aukinni reynslu og staðfastri ein-
beitni að losa sig við einhverja þeirra vankanta sem lýta þessa metnaffarfullu
og aff mörgu leyti vel sömdu skáldsögu. Hann þyrfti aff minni hyggju aff leggja
meiri alúff viff „myndavélartækni" sína, hreinrækta hana um leið og hann gerir
sér fulla grein fyrir takmörkunum hennar jafnt og kostum; síðan ætti hann
sem mest aff sneiffa hjá spaklegum orffræðum og vangaveltum, þjappa saman
orffmörgum og kyrrstæðum lýsingum, velja sér verkefni sem njóta sálfræffilegrar
skarpskyggni hans og athuguls hversdagsleikaskyns.
Sigurður A. Magnússon