Skírnir - 01.01.1969, Page 254
THOR vilhjálmsson:
FLJÓTT FLJÓTT SAGÐI FUGLINN
Helgafell, Reykjavík 1968
„/ óraunveruleik og sannleika járnbrautarstöðvarinnar og hverf-
ulleikanum þar sem svo margt staðfestist í andartaksins þyt með
stundardvöl í tímaleysi undir öllum klukkunum með komandi og
farandi lestir sem þjóta héðan í allar áttir, og í mannstreyminu
iðulausa, þar stendur hann kyrr.“
(Fljótt fljótt sagði fuglinn, 124. bls.)
Á kápubaki síðustu bókar Thors Vilhjálmssonar kynnir forlagiS hana sem
„hina glæsilegu skáldsögu". Það væri ónýtt efni og er ekki ætlun mín að
þrátta um tegundarheiti í sambandi við þetta verk, en skáldsaga í hefðbundn-
um skilningi er það ekki. Ég fæ ekki heldur séð, að nafngiftin skipti miklu
máli, en engu að síður kann að vera forvitnilegt að athuga nokkur frá-
sagnartæknileg atriði þessa prósaskáldverks, sem víkja frá hefðbundinni skáld-
sagnagerð, með því að þau kunna að eiga eftir að marka spor í þróun íslenzks
prósaskáldskapar, ef vel tekst til um framhald og arftaka.
Er þá fyrst að nefna, að víddir tíma og rúms í venjulegum skáldsögum eru
hér þurrkaðar út. Við getum spurt, hvort atvik verksins gerist í nútíð eða for-
tíð, og við því verða engin svör. Við kunnum að geta fest hendur á persónum
eða atburðum frá ólíkum skeiðum þess sögulega tíma, sem við þekkjum, svo
sem Caligula, T. S. Eliot eða stríði í Víetnam, en í verkinu er fortíð og
nútíð í því sambandi ekki til; eða eins og segir á fyrstu textasíðu verksins:
„Og karlarnir einn og einn horfa á hendur sínar í þögn sem er sama og fyrir
þúsund árum meðan asninn fellir kukk á strætið fyrir þúsund árum sem er í
dag.“ Eilífðin og andartakið eru eitt í þessu verki, þá og nú þurrkað út, frjó-
semiblót Forn-Rómverja og frygð nútímans í einni vídd.
Tíminn eða tímaleysið í þessu skáldverki orkar líkt og að horfa á miðalda-
málverk, þar sem allt hefur sömu dýpt; eða öllu heldur allt er á forgrunni, þótt
það sé órafjarri. Ef til vill mætti hér líka nefna hliðstæðu við bókmenntaverk
miðalda. Þar er tíminn oft ekki hnitmiðaður við rás frá upphafi til endis á sama
hátt og við þekkjum úr raunsæilegum nútímaskáldsögum.
Þessi burtþurrkun tímans skapar innri spennu. Við spyrjum: Er þetta
kyrrstætt verk, eða verður rakinn epískur tími frá upphafi til endis? Ég hygg,
að skynja megi verkið með báðum hætti. Myndríkur stíllinn og einvídd tímans
valda því, að það má nálgast eins og höggmynd eða málverk, en jafnframt
verður þess notið líkt og kvikmyndar með upphafi og endi, þar sem eilífðin
þó er samsömuð núinu.
Svipað er þessu farið um sögusviðið. Þetta skáldverk gerist í engu ákveðnu
raunsæilegu rúmi. Vissulega má benda á mörg staðaheiti, en um þau ræður hið