Skírnir - 01.01.1969, Síða 259
SKÍRNIR
RITDÓMAR
253
langan veg frá vegsömun hins heiðarlega óbrotna alþýðumanns sem hefur fram
að þessu verið allmikill fyrirferðar í bókmenntum okkar. En mannlýsingunni
verður ekki vísað á bug, einfaldlega sakir þess að félagslegar forsendur hennar
eru okkur kunnar úr samtímanum. Það skiptir ekki höfuðmáli, hvort aðstæður
allar í stórverksmiðjunum verða í öllum atriðum svo sem höfundur hugsar sér
það - það er trúverðug lýsing mannsins í sögunni, afsprengis okkar tíma, tals-
manns þess hugmyndaforða og skoðana, sem við þekkjum svo mætavel úr okkar
eigin umhverfi, sem hlýtur að vekja ugg. Hann svíkur í bókarlok. Og hann er
ekki eini svikarinn meðal launþega. Sams konar hugarfar hefur náð að sýkja
verkalýðsfélögin - til þess að hindra að herinn færi úr landi á sínum tíma,
var gert allsherjarverkfall, og óttinn við að missa atvinnuna í verksmiðjunni,
ræður öllum gerðum félagsins í samskiptum þess við hina erlendu vinnuveit-
endur.
Nálægð og samþjöppun efnis eru kostir ádeilunnar. Hinu er ekki að neita,
að viðhorf bókarinnar kann að virðast einhæft. Það er kunnugt úr fyrri bók-
um Jakobínu, að hún harmar hnignun bændaþjóðfélagsins og telur sveitalíf
sannastan lífshátt íslenzkan. I Snörunni er þessi sannfæring hennar enn sterk.
Adeilan er ekki einvörðungu sprottin upp úr trú hennar á líf í sveit, heldur er
búskap teflt fram sem einasta úrræði öðru en verksmiðjunni, enda þótt bú-
skapur sé annars að mestu niður lagður sakir stefnu stjórnarinnar í landbún-
aðarmálum. Ófeigur á jörð að bakhjalli, og er þar með eina persóna sögunnar,
sem gæti sér að sársaukalausu sagt skilið við verksmiðjuna. Andstæðurnar,
sem settar eru upp milli erlendrar stórverksmiðju í landinu og landbúnaðar eru
að mínum dómi of óraunhæfar til þess að þær öðlist algilda skírskotun í ís-
lenzku nútímaþjóðfélagi. Þeir fjölmörgu íslendingar, sem eiga uppruna sinn
- og vandamál - í borg, hljóta að líta á þessa lausn sem óraunsætt afturhvarf
og óæskilegt. Slíkt viðhorf er vitaskuld ekki háð efnahag eða afkomu bænda.
Félagslegt raunsæi er styrkur Jakobínu sem höfundar, en veikleiki hennar
rómantísk hugsýn; þetta tvennt hefur henni ekki tekizt að sameina svo vel fari.
Hitt stendur eftir sem áður, að bók Jakobínu Sigurðardóttur er hreinskilið
og djarflegt uppgjör við siðferðismat, félagslegt og persónulegt, sem hefur átt
sinn þátt í að móta þjóðlíf okkar á síðastliðnum áratugum. Það er vissulega
ekki sársaukalaust að horfast í augu við ruslið, sem aðalpersónan sópar úr
huga sér beint framan í okkur, en eftir lestur Snörunnar er ógerlegt að líta
undan og þykjast ekki sjá.
Svava Jakobsdóttir