Skírnir - 01.01.1969, Side 260
VÉSTEINN LTJÐVÍKSSON:
ÁTTA RADDIR ÚR PÍPULÖGN
Skuggsjá, Reykjavík, 1968
BÓk Vésteins Lúðvíkssonar, Atta raddir úr pípulögn, geymir átta smásögur, sem
hann nefnir að vísu sjálfur raddaheiti í efnisyfirliti. Ollum sögunum er ein-
ræðuformið sameiginlegt - við heyrum aðeins eina rödd í hverri sögu, og
sjaldnast talar þessi rödd beint og milliliðalaust. Það er talað í rör, eða við
dauða hluti, svo sem pappírsmiða eða gólfteppi. Þegar bezt lætur, er þetta
form samslungið efni sagnanna, því að allar lýsa þær sálarlífi manna, sem eiga
erfitt um eðlileg samskipti við annað fólk eða beinlínis hliðra sér hjá þeim.
Oftast er sj álfsblekking í einhverri mynd aflvaki sögunnar og ráðandi þáttur í
skapferli og hegðun persónanna. Aðferð Vésteins stefnir að því að afhjúpa
sögumann, ómerkja sjálfslýsingu hans og sjálfsréttlætingu og koma upp um
hann þannig að lesandinn fær í lokin aðra mynd af aðstæðum og persónum
en sögumaður ætlast til. Um leið og sögumaður forðast bein samskipti við
annað fólk, fjarlægist hann að sama skapi sjálfan sig: í fyrstu sögu bókarinnar,
Talað í rör, ávarpar hann sjálfan sig stundum með 2. persónu fornafni, og í
síðustu sögunni, Gegn innrás, talar sögumaður um sig í 3. persónu, og er þannig
kominn eins langt frá sjálfum sér og unnt er án þess að glata mennsku sinni.
Þau atriði, sem hér hafa verið nefnd, eru, að minni hyggju, nokkurs konar
samnefnari bókarinnar, enda þótt þeirra gæti að vísu í misríkum mæli í hinum
ýmsu sögum.
En saga um óbein samskipti þarf ekki endilega að fela það í sér, að koma
eigi söguefninu óbeint á framfæri við lesandann. Ein hætta einræðuformsins er
sú, að frásögn komi í stað sögu. I einstaka sögu virðist höfundur láta sér
nægja að greina frá viðbrögðum persónunnar við því sem hefur gerzt eða er
að gerast, og lokaniðurstaða sögunnar verður þá ekki önnur eða meiri en sýna,
að sögupersónan lifir í blekkingu eða snýr við sannleikanum, svo sem í sög-
unni Möguleiki og að vissu leyti Miðar. Þessar sögur eru samt undantekningar.
Yfirleitt leitast höfundur við að skyggnast dýpra í mannssálina á stundu ótta,
öryggisleysis, einmanaleika. Þannig er t. d. um söguna Áætlun, þar sem djúp
mannleg þrá eftir endurheimt sambands við bróður, leynist undir hófsömu og
ópersónulegu yfirborði. Sagan verður öllu áhrifaríkari sakir ósamræmisins milli
aðferðar og tilgangs: með þaulhugsuðum hjálpartækjum nútímaáróðurs á að
stofna til mannlegrar vináttu. Sagan Þú að kvöldi er einkennilega munaðar-
kennd saga um mann, sem beinir öllum tilfinningahita sínum að gólfteppi sínu;
hann er að vissu leyti arftaki sögupersóna fyrstu og síðustu sagna bókarinnar,
manna sem snúast gegn mannlegu samfélagi, meira og minna ómeðvitað, til
varnar eigin sjálfi.
Aðeins í einni sögunni, Hérnamegin glersins, er einræðunni stefnt beint og
milliliðalaust að lesandanum. Hún er því að vissu leyti „nálægust" allra sagn-