Skírnir - 01.01.1969, Qupperneq 265
JON UR vor:
MJALLHVÍTARKISTAN
Almenna bókafélagið, Reykjavík 1968
„Meginhluti kvæðanna í þessari bók er frá síðustu sex árum, en nokkur
eru miklu eldri, jafnvel 25 ára gömul,“ segir Jón úr Vör í eftirmála eftir síðustu
ljóðabók sinni. Þessi vitneskja kann að skýra fyrir lesandanum misjafnan og
sundurleitan svip Ijóðanna í bókinni. í fyrsta kafla hennar af sex, Silfurbjöllum,
eru tam. ýmis smáger falleg ljóð í stíl við það sem Jón hefur áður ort, í síð-
ustu ljóðabókum sínum, Maurildaskógi, Vetrarmávum, og raunar alla götu frá
Stund milli stríða, 1942. Þessum uppistöðuþætti í ljóðagerð hans voru gerð
fullgóð skil í úrvali því úr ljóðum Jóns úr Vör, 100 kvæðum, sem Einar Bragi
tók saman og út kom í tilefni af fimmtugsafmæli skáldsins árið 1967. Hitt tókst
þeirri bók hins vegar ekki, sem meiru varðar, að lýsa né skýra stöðu og gildi
Jóns úr Vör í þróun fslenzkrar Ijóðagerðar, nútímaljóðsins íslenzka, sem ein-
vörðungu stafar af Þorpinu, fyrri gerð þess, frá 1946.
Ut í þá sálma er ekki rúm til að fara hér. En satt að segja hafa hinar seinni
bækur Jóns úr Vör ekki staðið við fyrirheit Þorpsins, hvorugrar gerðarinnar;
það er engu líkara en skáldið hafi ekki megnað að finna sína réttu, eiginlegu
braut í moldviðri eftirstríðsáranna - og við lifum eftirstríðsár enn í dag, nær
aldarfjórðungi eftir að annarri heimstyrjöld lauk. Nema vera kynni í Mjall-
hvítarkistunni. í nokkrum kvæðum í þrem köflum bókarinnar, Draumi um
trú, en þó einkum Snúrustaumum og hamingjunni og Heimsókn snigilsins, yrkir
Jón úr Vör kvæði sem raunverulega koma ný fyrir sjónir, miðla lesandanum
nýrri reynslu, lífi. Er það af því að hann yrki um sér nánari, persónulegri efni
en áður? Ég veit ekki:
Enginn má sjá hvemig vonbrigðin
leggja hrím sitt á axlir mér hverja stund,
en spegillinn í ganginum
telur hrukkur mínar og hárin mín gráu.
Hendur mínar sem greinar trésins um vetur.
(Biðin)
Það má vera. Má vera að Jóni úr Vör takist í þessum og þvílíkum góðum
kvæðum í Mjalllivítarkistunni að tjá einkalíf, persónulega reynslu, svo gagnger-
um skynmyndum, að líf hans, skáldsins öðlist æðra líf, veruleiki verði að skáld-
skap:
Og nú höldum við áfram að bíða.
Þjáningin er okkar eina veganesti,
staðurinn þar sem við getum mætzt