Skírnir - 01.01.1969, Síða 267
ÍSLENDINGUR SÖGUFRÓÐI
Urval úr ritverkum Guðmundar Gíslasonar Hagalíns. Gefið út á sjö-
tugsafmæli hans 10. október 1968. Valið hafa þrettán samtíðarmenn
og höfundur lokakaflann
Skuggsjá, Hafnarfirði 1968
Guðmundur Hagalín varð sjötugur að aldri í fyrrahaust, en senn eru fimmtíu
ár liðin síðan hann gaf út sína fyrstu bók, árið 1921. Þaðan í frá telst mér að
hann hafi gefið út að minnsta kosti fjörutíu frumsamin ritverk, sum hver mikil
að vöxtum, og er þá ótalinn mikill sægur blaðagreina og ritgerða sem aldrei
hefur verið safnað í bækur. Er ekki ólíklega til getið að Hagalín sé ekki ein-
asta einn aðsópsmesti rithöfundur sinnar samtíðar heldur einnig einhver af-
kastamesti höfundur á tungunni fyrr og síðar.
Ef frá eru talin fáein æskuljóð kom Hagalín fyrst fram sem sagnaskáld og
samdi nær einvörðungu smásögur og skáldsögur fram á miðjan fjórða tug ald-
arinnar; mun mörgum finnast mestur staður í hinum fyrri sögum Hagalíns af
skáldritum hans og meira til koma hinna styttri sagna en skáldsagnanna. Sög-
ur hans eru frá fyrsta fari fyrst og fremst mannlýsingaskáldskapur: byggðar um
eina samfellda mannlýsingu og lýkur með henni. Mannlýsingar Hagalíns kunna
að þykja ýktar, stílfærðar þegar í upphafi, en þær bera þar fyrir mark raun-
veruleikans, skipað í samhengi raunhæfrar umhverfis- og samfélagslýsingar;
þær halda áfram alþýðlegri þjóðlífslýsing eins og hún hófst með skáldsögum
Jóns Thoroddsen. Þessi lýsing hefur einatt sterkan rómantískan blæ hjá Haga-
lín, og hún felur í sér íhaldssamt viðhorf, vegsömun fornra siða, dyggða, mann-
gildis sem kímni hans verður síður en svo til að draga úr; siðferðilegur áhugi
höfundarins setur svip á verk hans frá fyrsta fari og nýtur sín einatt bezt þar
sem hann fær að vegast á við hrjúfa en græskulausa gamansemi hans.
í þessari bók eru engin dæmi eiginlegra smásagna frá þessu fyrsta skeiði
Hagalíns, en þættir úr Kristrúnu í Hamravík koma í þeirra stað. Sagan af
Kristrúnu hefur orðið eitthvert vinsælasta verk höfundarins og verður vafalaust
með hinum endingarbetri; hún hentar einnig vel til dæmis um verðleika og
takmarkanir þessara sagna. Lýsing Kristrúnar, sagan af viðureign hennar við
drottin sinn, sáttum þeirra að lokum, er aðalefni sögunnar, og henni er raun-
verulega lokið þegar elskendur sögunnar, Falur og Aníta, ná saman í lok fyrri
hlutans; seinni hluti sögunnar eykur engu efni við hana sem jafnist á við þessa
frásögn, en drepur henni hinsvegar á dreif. En efnisuppistaða Kristrúnar hefur
orðið höfundinum svo hugstæð að hann tekur hana upp í nýrri mynd í sinni
síðustu sögu, Márusi á Valshamri og meistara Jóni, og í þetta sinn í fullri al-
vöru, fullur af siðferðislegum áhuga. Mér fellur betur gamansemi Kristrúnar en
boðunarvilji Márusar á Valshamri, en tvímælalaust er sagan af Márusi sam-
felldari, skipulegri skáldsaga en Kristrún í Hamravík. Engu að síður reynir
höfundur til hins ýtrasta á þanþol söguefnisins; efniviður Márusar á Vals-