Skírnir - 01.01.1969, Page 276
270
SKYRSLUR OG REIKNINGAR
SKÍRNIR
3. Ævisaga Brynjólfs Péturssonar
Aðalgeir Kristjánsson cand. mag., skjalavörður, hefur samið hana og verður
handrit að öllum líkindum tilbúið á næsta ári - 1970.
4. Rit urn handritið Stjórn og lýsingar á því
Dr. Selma Jónsdóttir forstöðumaður Listasafns ríkisins hefur í þessu riti sett
fram athyglisverðar kenningar um uppruna handrita Stjórnar, og má vænta
þess, að ritið komi út á vegum félagsins næsta ár.
5. Flokkur lærdómsrita
Félagið hefur látið undirbúa flokk lærdómsrita - einkum erlendra í íslenzkri
þýðingu og má ætla, að 5 bækur verði albúnar til prentunar um nk. áramót.
Hér verður um að ræða bæði samtímaverk, sem brjóta til mergjar einhver við-
fangsefni nútímans af skynsamlegu viti og með nýstárlegum hætti eða sígild
rit, sem marka með nokkrum hætti tímamót í sögu mannlegrar hugsunar.
Þessi rit eru:
Albert Einstein: Afstæðiskenningin (Uber die spezielle und die allgemeine
Relativitatstheorie, 1916) í þýðingu Þorsteins Halldórssonar eðlisfræðings.
Sigmund Freud: Sálgreiningin (Uber Psychoanalyse. - Fiinf Vórlesungen ge-
halten zur zwanzigjáhrigen Grundungsfeier der Clark University in Wór-
cester, Mass., 1909) í þýðingu Maiu Sigurðardóttur sálfræðings.
John Kenneth Galbraith: Iðnríki okkar daga (The New Industrial State -
The Reith Lectures, 1966) í þýðingu Guðmundar K. Magnússonar prófessors.
John Stuart Mill: Frelsið (Essay on Liberty, 1859) í þýðingu Jóns Hnefils
Aðalsteinssonar fil. lic.
Charles Percy Snow: Vísindi og valdstjórn (Science and Government, 1961)
í þýðingu Baldurs Símonarsonar lífefnafræðings.
Ritstjóri bókaflokks þessa hefur verið ráðinn Þorsteinn Gylfason B.A. og skal
vísað til nánari greinargerðar hans í Skírni þetta ár.
6. Rit um sögu húsagerðar á íslandi
Hörður Agústsson skólastjóri vinnur að þessu riti, en óvíst er hvenær það
kemur út.
Um húsnæðismál félagsins er þess að geta, að allt situr við það sama og
fyrr. Eru bækur þess á víð og dreif um borgina - á amk. 4 stöðum. Það
er nú að verða eitt allra brýnasta úrlausnarefnið að afla félaginu varanlegs
samastaðar.
Með bréfi Ríkisskattstjóra dagsettu 18. marz 1969 var félaginu veitt viður-
kenning þess að hafa heimild til að taka við gjöfum xneð þeim afleiðingum, að
verðmæti gjafanna megi draga frá skattskyldum tekjum sbr. 36. gr. reglu-
gerðar nr. 245/1963. Ekki hefur þó ríkissjóður enn neins misst af skatt-
tekjum vegna þessara hlunninda félagsins.
Um önnur málefni félagsins er þessa helzt að geta:
Fjárhagur félagsins er sem fyrr ekki eins traustur og skyldi; enda þótt reikn-
ingar sýni etv. sæmilega afkomu, ber að hafa í huga, að þegar hefur verið
ráðizt í fjárfrek fyrirtæki, sem kosta munu allveruleg útgjöld á næstunni. Skal