Skírnir - 01.04.1991, Side 207
SKÍRNIR
RÖDD TEXTANS
201
setti fram í formála sínum að Tractatus tbeologico-politicus, þá kenningu að
túlkandi ætti ekki að velta fyrir sér sannleika textans sem hann væri að fást
við, heldur aðeins merkingu hans. Þetta var fráhvarf frá þeirri túlkunar-
aðferð á trúarlegum textum sem hafði verið við lýði, þar sem merking
textans var ákveðin fyrirfram en aðeins var athugað hvernig textinn lagaði
sig að þessum sannleika. Þá aðferð kallar Todorov „dogmatíska" rýni, en á
íslensku mætti kalla hana kreddufesturýni.
Sú hugmynd Spinoza að rýnandinn skyldi ekki gefa sér fyrirfram hvort
textinn væri sannur eða ekki heldur aðeins reyna að komast að því hver
merking hans væri er vissulega framför að mati Todorovs, en leiðir til
annarrar villu sem ef til vill er ekki rétt að kenna Spinoza um heldur síðari
tíma túlkendum hans. Það er sú hugmynd að rýnendur eigi ekki að spyrja
hvort viðfangsefni þeirra - textinn - fari með sannindi eður ei.
Til að orða þetta á einfaldari máta: Spurningar um rétt og rangt eru utan
verksviðs bókmenntarýni. Bókmenntarýnin á ekki að fjalla um tengsl
bókmenntanna við heiminn, heldur um verkið sjálft sem er heimur út af
fyrir sig og getur staðið einn og sér. Þessar hugmyndir um bókmenntarýni
kallar Todorov „innri rýni“ eða bókmenntarýni sem metur texta aðeins út
frá hans eigin forsendum.
Þetta er nátengt næstu forsendu sem Todorov byggir á en hún er sú að
rómantíski skólinn, nánar tiltekið Jena-hópurinn - þeir August og Friedrich
Schlegel, Friedrich von Novalis og Friedrich von Schelling, meðal annarra -
hafi sett fram kenningar um eðli bókmennta sem enn móta hugmyndir
okkar um þær. Þessar hugmyndir byggja á því að greina megi tvö hlutverk
tungumálsins. Annars vegar gegni tungumálið því hlutverki að flytja boð
milli manna um heiminn. Það er boðskiptahlutverk tungumálsins og liggur
það utan við tungumálið sjálft úr því það á að fjalla um heiminn, sem er
óháður tungumálinu. FTitt hlutverkið tengist skáldamáli, þ.e. skáldskapar-
hlutverki tungunnar. Skáldskaparmálið hefur engan annan tilgang en að vera
til, eins og kemur fram í orðum skáldsins Archibald Mac Leish:
A poem must not mean,
but be.
Skáldskapur á ekki að fjalla um neitt. Hann á bara að vera til. Ef hann á
ekki að fjalla um neitt, þá fjallar hann ekki heldur um mannleg gildi.
Todorov telur að þessar hugmyndir um eðli skáldskapar séu ríkjandi á okkar
dögum og hafi ekki aðeins mótað rómantísku stefnuna, heldur líka stefnur á
borð við súrrealisma og nýsöguna; einnig hafi þær haft áhrif á bók-
menntarýni. Sú tegund bókmenntarýni, sem bar hæst á síðari hluta nítjándu
aldar og fyrri hluta tuttugustu og sem kennd hefur verið við pósitífisma,
lýtur svipuðum hugmyndum þar sem hún fæst einungis við að setja verkin í