Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1992, Blaðsíða 9
Einar Sigurbjömsson
Dr. Bjarni Sigurðsson
In memoriam
Dr. Bjami Sigurðsson, prófessor, andaðist 2. október 1991. Andlát hans
kom mér mjög á óvart. Þó að ég vissi, að hann átti við sjúkdóm að stríða,
gmnaði mig ekki, að hann væri svo langt leiddur. Bjami var dulur maður
og bar ekki tilfinningar sínar á torg. Því talaði hann ekki hátt um
sjúkdóm sinn.
Dr. Bjami fæddist að Hnausi í Villingaholtshreppi 19. maí 1920 og
hafði því einn um sjötugt er hann lést. Foreldrar hans vom hjónin
Sigurður Þorgilsson, bóndi, og Vilhelmína Eiríksdóttir. Ungur missti
hann móður sína úr berklum og hafði sá missir mikil áhrif á hann.
Honum tókst að komast til mennta með miklum dugnaði og lauk stúdents-
prófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1942 og embættisprófi í lögfræði
frá Háskóla íslands 1949. Hann lagði þó ekki lögfræðistörf fyrir sig,
heldur settist í guðfræðideild og lauk þaðan embættisprófi 1954. Að því
loknu var hann kjörinn sóknarprestur í Mosfellsprestakalli, Kjalar-
nesprófastdæmi, og þjónaði því kalli allt til ársins 1976. Hann tók miklu
ástfóstri við Mosfell og kenndi sig jafnan við þann stað eftir að hann var
fluttur þaðan. Um skeið stundaði hann búskap á Mosfelli jafnhliða
prestskapnum eins og algengt var um sveitapresta fram eftir þessari öld.
Þá gegndi hann ýmsum trúnaðarstörfum fyrir sveit sína, sat í skólanefnd
og var prófdómari.
Það var líka kallað á hann til trúnaðarstarfa fyrir stétt sína. Hann sat í
stjóm Prestafélags íslands 1964-1970 og var formaður þess tvö síðustu
árin. Hann átti sæti í stjóm B.S.R.B. og sat á mörgum þingum þess. Þá sat
hann í félagsdómi um tíma. Hann var fulltrúi á kirkjuþingi um skeið og
sat jafnframt í kirkjuráði.
A námsámm sínum var Bjami blaðamaður á Morgunblaðinu og tók
þátt í félagsskap blaðamanna. Þegar ákveðið var að setja á laggimar
siðareglunefnd Blaðamannafélags Islands, var kallað á hann til þess að
veita henni forstöðu og gegndi hann því starfi fram á síðasta æviár sitt, að
hann baðst undan endurkjöri í nefndina.
Dr. Bjami var skipaður lektor í kennimannlegri guðfræði við guð-
fræðideild Háskóla íslands frá 1. janúar 1976. Fram að þeim tíma hafði
kennimannlegri guðfræði verið skipt á milli kennara deildarinnar, en árið
1975 fékkst heimild fyrir stöðu í greininni svo að hún komst öll á hendur
einum kennara.
Kennimannleg guðfræði er mjög víðfeðm. Sérsvið dr. Bjama var
kirkjuréttur og starfsháttafræði og rannsóknir hans vom mestar á því
7