Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1992, Blaðsíða 123
Áfangar á þroskaferli trúarinnar
ekki endilega ætlað að kalla fram svör er varða trúarsannfæringu eða
tiltekinn átrúnað.
Fowler gengur útfrá þeirri skilgreiningu á trú að hún sé aðferð eða leið
einstaklinga eða hópa inn á átakasvið lífsins. Hún er aðferð til aðfinna
samhengi og merkingu þeirra fjölmörgu áhrifavalda og tengsla sem
varða líf okkar. Trú er aðferð einstaklings til að sjá sjálfan sig í
tengslum við aðra á grundvelli sameiginlegra viðhorfa, merkingar og
tilgangs.4
Þar með er komið að öðmm mikilvægum þætti í grundvellinum sem Fowler
hefur reist kenningu sína á, en það er sérstaða mannsins í samanburði við
aðrar lifandi vemr. Maðurinn spyr: Til hvers lifi ég? Homo poeta, era
einkunnarorð sem Emest Becker5 gefur manninum, maðurinn, merkingar-
smiðurinn. Maðurinn lifir ekki af brauði einu saman, kynlífi einu saman,
velgengni einni saman og að sjálfsögðu ekki af eðlisávísun einni saman.
Hann leitar og krefst merkingar.
Að þessu sögðu er ljóst að sú skilgreining á trú, sem Fowler gengur út
frá, er ekki trúarleg í þrengsta skiLningi. Hún er nær þeirri skilgreiningu
sem Paul Tillich setti fram í bók sinni Dynamics of Faith, sem út kom á
sjötta áratugnum.6 Þar hvetur hann lesendur sína til að spyrja sjálfa sig
hvaða gildi séu miðlægur kraftur í lífi þeirra, hvað það sé sem þeir í raun
láti sig varða með ítrustum hœtti (their ultimate concem). Trú í þeim
skilningi að láta sig eitthvað varða öLLu öðm fremur, þarf ekki endilega að
finna sér farveg í hefðbundnum guðsþjónustum eða trúarlegum stofnunum.
FjöLskyLdan, þjóðin, ástin á einhveijum getur aLLt eins verið það sem menn
Láta sig mestu varða.
FowLer Lítur á trú í þessum skilningi sem miðlægan þátt í sálarlífi manns-
ins. Trúin hefur áhrif á lífshætti okkar og breytni. Með trú komum við
okkur upp skilningi á vem mannsins, hvort sem er í hefðbundnum trúar-
legum skilningi eða með öðrum hætti.
Um svipað leyti og Tillich var að rita umrædda bók sína, nálgaðist annar
bandarískur guðfræðingur trúarhugtakið með svipuðum hætti. Það var H.
Richard Niebuhr sem áður var getið. í óbirtu handriti leitast hann við að
skilgreina mannlega trú.7 Hann sér trúna mótast í fyrstu samskiptum við þá
sem annast okkur í frumbemsku. Hann sér trúna vaxa af reynslu okkar af
öryggi og hollustu — og af tortryggni og svikum — þeirra sem næstir
oÚcur standa. Hann sér trúna í hugsjónum og gildum sem hópar fólks
sameinast um. Og hann sér trú, á öllum stigum, sem leit að umlykjandi,
4 James W. Fowler: Stages ofFaith, bls. 4.
5 Emest Becker: The Structures ofEvil, New York (McMillan) 1968, bls. 210.
6 Paul Tillich: Dynamics of Faith, New York (Harper & Row) 1957, bls. 1-29.
7 H. Richard Niebuhr: Faith on Earth, óútgefið handrit, í sjö köflum, sem upphaflega
voru ætlaðir til útgáfu með riti Niebuhrs: Radical Monotheism and Western
Culture, New York (Harper & Row) 1960.
121