Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1992, Blaðsíða 23
Ferming í fjórar aldir
en einkiun þó til að kenna þeim að lesa á bók. „Skuli engar bækur fínnast
í húsinu, hvar eð fólk kann þó að lesa, hefir presturinn að bera
umhyggjur fyrir, að sá brestur verði bættur, og skal sérhver húsfaðir
vera skyldugur til að kaupa þá bók, sem honum verður af prestinum
rekommanderuð og ráðlögð...“49 Ef nokkur eru þau heimili, þar sem
enginn kann að lesa, á presturinn að sjá til þess, að foreldramir eða aðrir
fari daglega með það fyrir bömum og hjúum, sem þeir kunna sjálfir.
Annars ber honum að annast um, að þar sem svo er ástatt, komist bömin
á önnur heimili í sókninni, þar sem hægt er að segja þeim til í lestri og
kristnum fræðum. Sums staðar má þó leysa málið með því að ráða á
heimilið hjú, sem getur sagt til í lestri og krismum fræðum...“50 öllum
prestiun er skylt að halda manntalsbók, þar sem þess sé m.a. getið, hvort
viðkomandi sé læs og hvemig þekkingu hans í kristnum fræðum sé
háttað...“51
í tsk. um húsaga frá 3. júní 174652 segir m.a.: Bömin læra Fræði
Lúters 5-6 ára og seinna meir kverið. Og foreldrar eiga að fara með
eitthvað úr Fræðunum með bömum sínum bæði kvölds og morgna.53 Þar
sem foreldrar eða aðrir em læsir á heimilinu, ber þeim að segja bömum
til í lestri frá 5-6 ára aldri. Ef það er vanrækt, verður að fara eftir 17.
gr. í tsk. um húsvitjanir.54 Þar sem á afskekktum bæjum engirui ér læs og
sér í lagi, ef vegna vatnsfalla er erfitt að komast þaðan til kirkju, þá ber,
ef þetta jarðnæði losnar, að fá þeim ábúð á þvílíkum jörðum, sem em
læsir og áreiðanlegir. Að öðrum kosti ber presti og hreppstjóra að sjá til
þess, að þangað ráðist hjú, sem sé læst á bók og vel að sér í kristindómi.55
í erindisbréfi handa biskupum 1. júlí 174656 er þetta helzt hnýsilegt: Á
yfirreið sinni hlustar biskup fyrst á prestinn spyrja bömin út úr
Fræðunum, spyr þau svo sjálfur, hlýðir þeim yfir bænir og lætur þau lesa
á bók. Hann leiðréttir þau í kærleika þar, sem þau hafa misskilið og
hvetur þau til frekari ástundunar.57 Að því búnu fara konur og böm út úr
kirkjunni. Spyr þá biskup karlmennina, hvemig séð sé fyrir fræðslu
ungmenna í sókninni, hvort guðsorðabækur séu á heimilunum, hvemig
prestur sinni guðsþjónustum, hvort haim kenni bömunum Fræðin eftir
predikun á hverjum helgidegi... Biskup spyr svo prest um hegðun
safnaðarins, hvort húsbændur, böm og hjú sæki reglulega kirkju, hvort
foreldrar og forráðamenn bama sjái til, að böm og hjú gangi fram í
guðsótta heima fyrir og lesi á bók... hvort presturinn sé góður
bamafræðari... Biskup skráir í vísitazíubókina, hve mörg ungmenni séu í
sókninni og hvemig kunnáttu þeirra sé háttað, hvort þau séu læs, kunni
49 Tsk. um húsvitjanir, 16. gr.
50 Sama, 17. gr.
51 Sama, 21. gr.
52 Lovs. II, 605-620.
53 Tsk. um húsaga, 3. gr.
54 Sama, 4. gr.
55 Sama, 6. gr.
56 Lov. II, 648-668.
57 Erindisbr. handa biskupum, 8. gr.
21