Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1992, Blaðsíða 130
Sigurður Pálsson
eingöngu sé lögð áhersla á vitsmunalegan þroska og þó einkum og miklu
fremur þegar verið er að fást við siðgæðisþroska og trúarlegan þroska. (Sbr.
kenningar hans um tvenns konar rökvísi). Einnig telur Fowler aðkomu
þeirra Piagets og Kohlbergs ófullnægjandi fyrir athuganir sínar og kenn-
ingar, þar sem þeir hafa ekki sett fram heildstæðar kenningar um hið
þekkingarfræðilega eða siðferðilega sjálf. Hann telur þó að kenningar Kohl-
bergs um siðgæðisþroska og Selmans um samskiptaskilning séu spor til
réttrar áttar en kýs að víkka sjóndeildarhringinn enn frekar með því að
athuga fleiri breytur sem gerð verður grein fyrir síðar.
Erikson
Fowler aðhylltist upphaflega keimingar Eriks Eriksons um þroskaferil
sjálfsins og hugðist leggja þær til grundvallar rannsóknum sínum. Eftir að
hafa kynnst kenningum formgerðarsinna kaus hann þó fremur að leggja þær
til grundvallar. Eigi að síður telur hann sig almennt undir sterkum áhrifum
af kenningum Eriksons.16
Erikson er af skóla Freuds þótt hann víki í veigamiklum atriðum frá
þróunarkenningum hans, einkum að því er varðar sjálfstæði sjálfsins (ego)
gagnvart frumsjálfinu (id) í glímunni við að finna og varðveita eigið sér-
stæði (identity). Erikson hefur sett fram kenningu um félagssálfræðilega
þróun sjálfsins.17 Hann telur æviferil mannsins einkennast af því að hann
þarf í samskiptum við aðra (umhverfið) að glíma við ákveðin viðfangsefhi
togstreitu, sem myndast milli meðfæddra þarfa annars vegar og krafna frá
umhverfinu hins vegar. Auk þess að leggja áherslu á mikilvægi félagslegra
aðstæðna í glímunni við að finna lausn á togstreitunni, leggur hann einnig
áherslu á möguleika einstaklingsins til að móta eigið sjálf og eigin framtíð.
Með því að skipta æviferli mannsins í 8 skeið, lýsir Erikson hvemig þessi
togstreita er leyst á hverju skeiði fyrir sig (Sjá töflu18). Fyrsta þroska-
verkefni bams er tengt þeim sem annast það mest á fyrsta æviskeiðinu. Sé
knýjandi þörfum bams ekki fullnægt leiðir það til vanlíðunar. Samkvæmt
því telur Erikson að niðurstaðan af fyrstu reynslu bamsins í samskiptum við
aðra þurfi að vera sú að það læri að treysta því að þörfum þess sé fullnægt
og læri þannig að treysta öðmm (basic tmst). Verði misbrestur á þessu
einkennist skapgerð bamsins af tortryggni gagnvart öðmm auk vantrausts á
sjálfu sér. Gmndvöllur þessa trausts er lagður með umönnun og umhyggju
móður eða staðgengils hennar í fmmbemsku. Bregðist sú umönnun og
umhyggja er lagður grunnur að andstæðu traustsins, tortryggninni. Síðan
tekur við hvert skeiðið af öðm. Töflunni er ætlað að skýra kenningar
Eriksons um félagsfræðileg þroskaskeið mannsins og lýsa átökum gagn-
stæðra kennda á ólíkúm þroskaskeiðum og þeim styrk sem einstaklingurinn
16 James W. Fowler: Stages ofFaith, bls. 106-110.
17 Erik H. Erikson: The Life Cycle Completed, New York/London (W.W. Norton &
Company) 1982. Sjá einnig SálarfrceÖi II eftir Siguijón Björnsson; Hlaðbúð,
Reykjavflc 1975, bls. 12-16.
18 Sjá Erik H. Erikson: The Life Cycle Completed, bls. 56-57.
128