Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1992, Blaðsíða 72
Gunnar Kristjánsson
félagsskapur fyrir áhugamenn um trúmál. Og þar emm við komin að einu
hættumerki í kirkju okkar sem ég tel vera tilhneigingu til einangmnar í
samfélaginu, skort á kjarki til þess að vera mótandi og skapandi í
þjóðlífinu.
Grasrótin, smákirkjan
Eins og sagði í upphafi þessarar ritgerðar þá mótast kirkjuskilningur
mótmælenda af þrem atriðum: það er kirkjuskilningur fmmkirkjunnar,
kirkjuskilningur siðbótarmanna og í þriðja lagi aðstæður tímans. Síðasta
atriðið er ekki minnst virði og skal nú vikið að því. Það tengist hinum
tvíþætta kirkjuskilningi í báðum þáttum hans. Hér mun ég þó einkum
fjalla um annan þeirra.
Lúther og aðrir siðbótarmenn töluðum um sýnilega og ósýnilega
kirkju. Sú skipting er gmndvallaratriði í lútherskum kirkjuskilningi
andspænis rómverskum. Viðfangsefni þessarar ritgerðar hefur hins vegar
verið sú tvískipting sem er fólgin í hugtakinu corpus permixtum og lýsir
sér í ýmsum útgáfum á kirkjunni sem breiðri annars vegar og lítilli hins
vegar. Þær ber ekki að skilja sundur. Þær styðja hvor aðra.
Það er hins vegar augljóst að í breiðri, og þá oft samsvarandi
íhaldssamri kirkju eins og okkar, er það einmitt kirkja eldhuganna sem
ekki nær að þrífast. Hún verður því gjaman til utan kirkjunnar meðal
þeirra sem fá það hlutverk að vera vaxtarbroddurinn, bera vanvirðu
krossins úti í samfélaginu í þjónustu og þjáningu fyrir hinn góða og sanna
málstað hver sem hann er.
Þess vegna er stórkirkjan breiða ekki alveg svo góð eins og hún virðist
við fyrstu sýn. Hún á það til að láta undan freistingum og fylgja þeim sem
hæst hrópa og þeim sem vilja veita hermi vemd og starfsfrið. Freisting og
hætta hinnar breiðu þjóðkirkju er sem sagt gagnrýnislaus aðlögun og
sammni við umhverfi sitt, skilin milli kirkju og heims hætta að vera til.
Um þetta efni fjallaði Bonhoeffer mjög á sínum tíma og benti á þennan
vanda. Við höfum sterka stórkirkju og margra presta sem styðja hana og
skunda henni til vemdar í hvívetna meðvitað eða ómeðvitað. Þetta er gott
og blessað svo langt sem það nær.
Hitt er verra að smákirkjan er vart finnanleg innan kirkjunnar. Það er
að segja hið skapandi samfélag eldhuganna, sem skynja hlutverk kirkj-
unnar vera það að leiða í stað þess að láta leiða sig, að vekja í stað þess að
láta aðra vekja sig, að vera vaxtarbroddurinn í samfélaginu. Þegar kirkjan
tekur sitt spámannlega hlutverk alvarlega leitar hún samstarfs við þá sem
gegna hinu vanþakkláta og erfiða hlutverki spámannsins í okkar
samfélagi. Hún opnar leiðina til grasrótarhreyfinganna, vill brjóta niður
fordóma gagnvart hópum, stjómmálaflokkum og vera sjálf ímynd þess
samfélags sem hún boðar með samfélagsmáltíðinni til dæmis.
Það er reynsla mín þar sem brennandi umræða dagsins er tekin á
dagskrá kirkjuþings eða prestastefnu að stórkirkjan sé ráðandi og ríkjandi
afl í íslensku þjóðkirkjunni. Þeir sem vilja ekki láta sér nægja hina breiðu
70