Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1992, Blaðsíða 169
Eins er þér vant
á milli.9 Samband slíkrar kirkju við þjóðfélagið hlýtur að vera gott, en
það er ábyggilega ekki að sama skapi hollt.
Hin fagurfræðilega tilhneiging í fari kirkjunnar kemur líka oft fram í
því hvemig þjónar hennar umgangast orðið. Til að varpa ljósi á þetta ætla
ég að nýta mér þekkta greiningu franska heimspekingsins Jean-Pauls
Sartre. í ritgerðinni „Hvað em bókmenntir?“ greinir Sartre á milli skálds
og rithöfundar.10 Skáld, segir hann, umgengst orðin af lotningu, líkt og
sjálfstæðar vemr og með þeim reynir hann að ná fram dulmögnuðum og
fagurfræðilegum áhrifum á lesendur. Skáldið hefur því tilhneigingu til að
sefja lesendur og jafnvel sætta þá við aðstæður sínar, hverjar svo sem þær
kunna að vera. Rithöfundur aftur á móti notfærir sér orðin sem tæki til
þess að tjá ákveðna afstöðu til vemleikans og leitast við afhjúpa hann
undir tilteknu gagnrýnu sjónarhomi. Rithöfundurinn stefnir þannig
markvisst að því að hafa áhrif á lesandann, ekki til þess að innræta honum
ákveðinn málstað, heldur til þess að fá hann til þess að vakna til vitundar
um frelsi sitt og taka afstöðu.
Ég er í nokkmm vafa um hve vel þessi greinarmunur á við í
bókmenntum, en mér sýnist hann ekki fjarri lagi til að skerpa muninn á
tvenns konar prédikunarmáta. Skáld Sartres skírskotar þá til
fagurfræðilegrar skreytigimi í boðun orðsins, þar sem öll framsetning
miðar að eins konar sefjandi sátt við vemleikann, jafnt við eigin persónu
sem ytra umhverfi. Megineinkenni hinnar fagurfræðilegu prédikunar er
þá skrúðmælgi sem jaðrar við skreytni vegna þess að hún horfir fram hjá
eða breiðir yfir mikilvægar staðreyndir í samfélaginu sem ættu að gera
kristnum mönnum órótt. Rithöfundar Sartres minna hins vegar á þá
prédikara sem leggja sig fram um að vekja fólk til umhugsunar um vanda
samtímans í ljósi Guðs orðs — kalla menn til ákvörðunar um sitt eigið líf
og deila því í réttlæti og kærleika með náunga sínum. Slíkir prestar em
„engagé“, eins og Sartre myndi kalla þá, því þeir krefja menn til trúar í
verki.
Þetta er engin smákrafa og hún á að hreyfa við mönnum.
Höfuðannmarkinn á hinni fagurfræðilegu kirkju er að hún dregur engar
raunvemlegar ályktanir af boðskap Krists og sér því ekki bilið sem er á
milli lífsmynzturs manna í nútíma neyzluþjóðfélagi og þess lífsmáta sem
Kristur í rauninni krefst. Þá verður guðsþjónusta lítið frábmgðin hverri
annarri þjónustu við borgarana og stuðlar eins og hún að því að gera þá
sátta og ánægða. Sören Kierkegaard þreyttist aldrei á að vara við þessari
tilhneigingu kirkjunnar að verða eins og eitt hjól undir velferðar-
9 Um þetta segir séra Gunnar Kristjánsson: „Freisting og hætta hinnar breiðu
þjóðkirkju er ... gagnrýnislaus aðlögun og samruni við umhverfi sitt, skilin milli
kirkju og heims hætta að vera til.“ „Lútherska þjóðkirkjan. Um tvíþættan
kirkjuskilning i lutherskri guðfræði," Orðið, Rit Félags guðfræðinema, 23 (1989),
s. 30.
10 Jean-Paul Sartre, Qu'est-ce que le littérature?, 1948. Ensk útgáfa, What is literature?,
trans. Bemard Frechtman (New York: Philosophical Library, 1949), sérstaklega I
"What is Writing?". Sjá umfjöllun hjá Kristjáni Ámasyni, „Jean-Paul Sartre,“ í
hermes, blaði Nemendasambands Samvinnuskólans 2. tbl. 1965.
167