Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1992, Blaðsíða 26
Bjami Sigurösson
Á þessari öld hefir framkvæmd orðið sú, að böm eru fermd á því
almanaksári, sem þau verða 14 ára,77 enda óheimilt að ferma þau fyrr
nema leyfi biskups komi til hverju sinni.78 Samt kemur fyrir, að böm séu
fermd ári fyrr án þess leyfis biskups sé leitað, ef sérstaklega stendur á,
svo sem að böm séu að flytjast af landi brott, séu að fara að heiman í
skóla í öðm héraði, svo að þau geti ekki fermingaárið sitt gengið til
prestsins heima o.fl. Hafa sóknarprestar gjört þetta upp á eindæmi sitt, og
hefir það verið látið óátalið.
Samkvæmt skráðum rétti ber að ferma sunnudaginn fyrir Úrbans-
messu, 25. maí, eða sunnudaginn fyrir Mikjálsmessu, 29. sept.79 í reynd
hefir skipazt svo um fermingar á þessari öld, að til sveita hefir mest verið
férmt um og kringum hvítasunnu. í kaupstöðum og öðm þéttbýli er
yfirleitt fermt fyrr. Þar hefir á seinustu ámm komizt á sú venja, að
fermingar hefjist jafnvel í endaðan marz og þeim ljúki fyrir apríllok.
Haustfermingar fara að jafnaði fram í október.
V
Á kirkjuþingi 1972 vom samþykkt ákvæði um fermingarfræðslu og
fermingu, en kirkjuþing gjörir samþykktir um „innri málefni kirkjunnar“
s.s. fermingu.80 I þessari samþykkt var fyrst og fremst miðað við þær
venjur, sem skapazt höfðu við úrelt ákvæði tilskipana og konungsbréfa,
líka ýmsu aukið við og skýrar markað. Samþykkt þessi var einföld í
sniðum og Ijós, en hún varð þó því miður ekki fullgild samþykkt „um
innri málefni kirkjunnar," þar sem hún var aldrei borin undir
prestastefnu, svo sem tilskilið var og er raunar enn.81 í samþykktinni var
fátt eitt tekið fram af því, sem nauðsynlegt þótti að minnast í
konungsbréfum og tilskipunum um þessi efni fyrir hálfri þriðju öld, enda
er á það að líta, að þá fyllti fermingin og fermingarundirbúningur
verulegan hluta þess rúms, sem skólakerfi okkar tíma skipar í lífi og
uppeldi bama og unglinga. Samt stendur óhaggað, að undirbúningur
fermingarinnar „er eitt hið allra ábyrgðarríkasta starf, sem presturinn
hefir með höndum.“82
Líta verður svo á, að umræddri samþykkt kirkjuþings um fermingu og
fermingarfræðslu hafi verið ætlað að falla formlega úr gildi með
samþykkt eftirfarandi tilraunanámskrár á prestastefnu 1989.
77 Sbr. samþykkt kirkjuráðs 12. okt. 1932.
78 Sbr. bréf biskups dagsett 9. okt. 1954.
79 Kgbr. 29. maí 1744, 1. gr.
80 L. um kirkjuþing og kirkjuráð nr. 54/1957, 14. gr., 2. ml. Nú 1. 48/1982, 13. gr.
2. mgr.
81 L. nr. 43/1957, 14. gr„ 3. ml. Nú 1. 48/1982, 13. gr„ 2. mgr.
82 Sigurgeir Sigurðsson, Hirðisbréf til presta og prófasta á íslandi, bls. 30.
24