Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1992, Blaðsíða 109
Formgerðargreining f málvísindum og bókmenntum sem forsenda ritskýringar
Þá glímdi Barthes við tíma og röklegt samband, sem blandast í fram-
setningu frásögu. í framsetningu frásöguimar á beinni línu verður
skynvilla, röð atvikanna verður að afleiðingu. Margar rannsóknir
formgerðarmanna beinast að því, að sigrast á þessari skynvillu og sýna
fram á tímalaust röklegt samband að baki framsetningarinnar. Bremond
sá þetta röklega samband í stöðugu vali milli tveggja möguleika. Aftur á
móti leita Lévi-Strauss og Greimas þessa í dæmaandstæðum (e.
paradigmatic opposition), sem frásagan framsetur í raðtengdri framvindu
(e. syntagmatic distribution). Raðtengda framvindan skiptir Lévi-Strauss
engu, en aftur á móti Greimas öllu. Hingað til hefur framsetning einkum
dvalið við skoðanir Barthes á fyrra skeiði hans, Barthes
formgreiningarinnar, þar sem áherzlan lá á málkerfinu.100
Á síðari hluta æfiskeiðs síns fékkst hann einkum við textagreiningu
tiltekinna texta.101 Hann hafði haldið því fram að allt í textanum gegni
hlutverki.
Hann gerir ráð fyrir 5 táknkerfum, sem tiltekinn texti102 færi í
gegnum:
1. Táknkerfi athafna (e. proairetic code) eða atburðalykill, þ. e. val
athafna, atvikaraðir. Þær lýsa gangi frásagnar.
2. Táknkerfi túlkunar (e. hermeneutic code) eða gátulykill, gátur
textans, sem vekja dvöl (e. suspence) og eru loks leystar.
3. Táknkerfi merkingar (e. semic code) eða merkingarlykill, einnig
aukamerkingar, þ. e. hugrenningatengsl, einkenningar.
4. Táknkerfi tilvísunar (e. cultural eða referential code) eða
menningarlykill, það, sem gert er ráð fyrir að lesandi viti.
5. Táknkerfi tákna (e. symblolic code) eða sýmbólskur lykill103, þ. e.
andstæðna og þema, sbr. Lévi-Strauss.
Þessi kerfi geta virkað samtímis í textanum líkt og ólíkar raddir í
tónverki. Kerfi 1.-2. lýsa gangi frásagna (e. distributional), en kerfi 3. -
5. lýsa ástandi (e. integrative). Hvatar hafa ekki áhrif á gang frásagnar,
heldur fylla tímann.104
Merkingareiningafraeðin
Litháinn Algirdas Julien Greimas, sem lengi hefur starfað í París, setti sér
að setja fram kenningu um formgerð merkingar. Hann varð fyrir áhrifum
af Louis Hjelmslev, sem ekki aðeins aðgreindi táknmynd og táknmið,
heldur einnig form og efnivið á hvoru sviði fyrir sig eins og áður hefur
verið greint frá. Greimas hefur einnig orðið fyrir sterkum áhrifum af
100 Sjá nánar hjá Hallback, bls. 89-95.
101 Barthes, R., SIZ. An Essay. New York: Hill and Wang 1974. I þessu riti túlkar
Barths smásögu eftir Honoré de Balzac, Sarrasine, ffá 1830.
102 Sjá tilvísun í neðanmálsgrein hé næst á undan.
103 Heití með samsetningum af lykli (e. code) hefur höfundur frá Astráði Eysteinssyni.
104 Sjá Barthes, S/Z, bls. 18-30. og Hallbáck, bls. 95-100.
107