Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1992, Blaðsíða 85
Kristján Búason
Formgerðargreining í mái
vísindum og bókmenntum
sem forsenda ritskýringar
Inngangur
Nýjar aðferðir hafa komið fram í greiningu bókmennta almennt næstliðna
áratugi, sem ritskýrendur hafa í vaxandi mæli kynnt sér og beitt á efni
Biblíunnar í ritskýringarstarfi sínu. Þessum nýju aðferðum hafa fylgt
nýjar kenningar um eðli máls og ný skýringalíkön með nýjum
hugtakakerfum, þar sem einstakir fræðimenn hafa þróað eigin heiti eða
notað eldri heiti með nýjum meira eða minna ljósum skilgreiningum.
Þetta hefur oftar en ekki leitt til þess, að fræðimenn framsetja mál sitt
sem algerar nýjungar og tala gjaman um algera breytingu á fræðilegri
umfjöllun líkt og orku- eða kvantaeðlisfræðingar gagnvart hefðbundinni
„vélrænni“ eðlisfræði Newtons. Til þess að skilja hið nýja, verða menn að
kynna sér grundvallarhugmyndir, hugtakakerfin og beitingu þeirra. En
þar með er ekki hinni fræðilegu vinnu lokið.
Ef líta skal á hið nýja sem viðbót við þekkingu manna, þá verður að
gera grein fyrir, hvemig hið nýja tengist fyrri þekkingu, leiðréttir hana
og/eða bætir við hana. En þetta láist mönnum gjaman. Það er ekki
óalgengt á ráðstefnum í ritskýringu Biblíunnar í dag að heyra fræðimenn
tala framhjá hver öðmm. Ég sé lítinn tilgang í því að vinna þannig. Það
er nauðsynlegt að huga að túlkunarlíkani nýmælanna og hugmynda-
fræðilegum forsendum þess, og við samanburð þurfa menn að geta
skírskotað til sameiginlegs heildarlíkans
Það hlýtur að vera fagnaðarefni að vinna manna á sviði bókmennta,
almennra sem biblíulegra, skuli vera svo lifandi og gróskumikil sem raun
ber vimi. Fjölþætt aðkoma að efninu ætti að vera til góðs. Um leið og
fræðimönnum hefur ört fjölgað hefur ritað efni vaxið svo að magni, að
það er oft ekki lengur á færi fræðimanns að lesa allt, sem birt er um hans
fræðasvið, hvað þá að tileinka sér eða prófa ólíkar rannsóknaleiðir og
aðferðir. Þá em gæði rannsókna mjög misjöfn og margt reynist blind-
götur eða villuspor, t. d. þegar viðfangsefnið inniheldur of takmarkaðar
upplýsingar eða rannsóknarlíkanið reynist ekki raunhæft, en slík vinna
þjónar samt þeim tilgangi að leiða slíkt í ljós og leit að öðmm leiðum.1
1 Sjá Abrams, M. H„ A Glossary of Literary Terms. New York e.c.: Holt, Rinehart
and Winston, Inc., (Fifth Edition) 1988. Bls. 201. Höfundur gefur yfirlit yfir
nútímakenningar í bókmenntarýni í þeirri tímaröð, þar sem þeirra gætti mest: "1920s
and 1930s: Russian Formalism. 1930s and 1940s archetypal criticism. 1940s an
1950s: New Criticism, phenomenology (as applied to literary criticism); stylistics.
1960s: Structuralist criticism; modem forms offeminist criticism. 1970s: theories of
83