Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1992, Blaðsíða 108
Kristján Búason
eðlilegt yfirbragð, þegar hún þannig rænir tákninu.98 En Barthes skýrði
ekki, hvemig þetta gerist.
Hann vildi byggja líkan til lýsingar á frásögninni eins og Bremond og
Todorov og gengur út frá málvísindunum, sem fengust fyrst og fremst
við setninguna. Aherzlan lá á framsetningunni, sem snerti allt í texta ofan
við setninguna. Framsemingu (e. discourse) má skoða sem stóra setningu.
Samfelldur texti hlýtur að vera byggður samkvæmt reglum eða málfræði
framsetningarinnar.99
Haim aðskilur þrjú stig (e. level) lýsingar: 1. hlutverka (e. functions,
sbr. skilgreininguna hjá Propp og Bremond). 2. manngerða sem gerenda
(sbr. gerendur í líkani Greimas), sem halda frásögunni saman þó
atvikaraðir rofni. 3. frásagnar, þ.e. frásagnarkringumstæðna, sem
ákvarða merkjakerfi eða stíl.
Hutverk geta skipzt eftir tegund venzla (e. relations) innbyrðis, allt
eftir því hvort venzlin a) lýsa framvindu frásagnar (e. distributional) eða
hvort þau b) lýsa ástandi (e. integrative).
a) Framvinduhlutverk tjá, að einhver geri eitthvað, og skiptast annars
vegar í aa) kjarnahlutverk (e. cardinal functions) eða kjarna, sem opna
eða loka atferlismöguleikum og mynda uppistöðu í samantekt
frásögunnar, og hins vegar ab) hvata, sem eru þau hlutverk, sem fylla út
í tímann milli kjamahlutverkanna og em útfærsla kjamahlutverkanna,
tímasetja þau og staðsetja o. s. frv.
b) Lýsandi hlutverk em ekki atvikaraðir, þau tjá ekki framvindu frá-
sagnar. Þau em notuð um frásöguna alla eða hluta hennar eða persónur.
Þau tjá, að eitthvað sé eitthvað. Þau skiptast í ba) vísbendandi hlutverk
(e. indices), sem gefa til kynna óbeint einkenni persóna, kringumstæðna,
andrúmsloft og því um líkt (hvatamir þjóna oft slíku hlutverki með því
að einkenna kringumstæður og persónur), og bb) upplýsandi hlutverk (e.
information), sem gefa beinar upplýsingar um tíma og stað, útlit, aldur,
nafn og stöðu persóna og stuðla að þeirri skynvillu (e. illusion), að um
vemleika sé að ræða utan frásögunnar.
Framvinduhlutverkin tengjast röð slíkra hlutverka, sem mynda atvikar-
öð (e. sequence), sem getur staðið sjálfstætt, en slíkar smærri raðir mynda
stærri frásagnareiningar. Þannig skiptist frásagan í stighœkkandi
frásagnarheildir (e. hierarchy), þar sem stærri og hærri heildir gefa
minni og lægri heildum merkingu. Lestur frásagnar felst í því að greina
slíkar stighækkandi einingar.
Þegar atvikaröð er haldið opinni með því að fresta lokahlutverki innan
hennar, sem staðfestir merkingu hennar, skapast spenna, sem breytist í
létti, þegar staðfestingin kemur.
98 Sjá Barthes, R„ Mythologies. New York: Hill and Wang 1984. Sjá einkum kaflann
Myth Today, bls. 109-159. „...myth is speach stolen and restored.“ Bls. 125.
99 Sjá Barthes, R„ Introduction to the Structural Analysis of Narratives í Roland
Barths, The Semiotic Challenge. Oxford: Basil Blackwell 1988. Bls. 95-135. Þetta
er þýðing á Introduction á l’analyse structurale des récits í Communications 8,1966.
Paris: Editions du Seuil 1966.