Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1992, Blaðsíða 63
Lútherska þjóðkirkjan
Heittrúarstefnan (píetisminn) hafði áhrif á síðari helmingi 17. aldar.
Hann höfðaði til einstaklingsins, trú hans og breytni var í brennipunkti
píetismans. Það þarf að vera sýnilegt hverjir tilheyra kirkjunni í raun og
sannleika. í þessu samhengi myndaði Philip Jakob Spener (1635-1705),
upphafsmaður píetismans, hugtakið ecclesiola in ecclesia þ.e.a.s.
smákirkjan í kirkjunni.15 Píetistamir stofnuðu lítil samfélög innan
safnaðanna í upphafi og nefndu collegium pietatis.16 Kirkjan nær ekki
lengur yfir þjóðfélagið í heild sinni að þeirra skilningi heldur aðeins til
þeirra sem em endurfæddir, kirkja píetismans er kirkja þeirra sem trúa.
En samkvæmt þessum skilningi er kirkjan orðin að félagsskap og
tiltölulega þröngt afmarkaðri stofnun innan samfélagsins.17
Guðfræðingurinn David Hollaz (1648-1713), einn af afkastamestu
trúfræðingum lúthersku skólaspekinnar, greindi á milli þess sem hann
kallaði ecclesia synthetica og ecclesia representativa. Fyrmefnda hugtakið
felur í sér kirkjuna í heild en ecclesia representativa er hin kennandi
kirkja, guðfræðikennarar, prestar svo og kirkjustefnur.
Upplýsingarstefnan tók upp kirkjuskilning heittrúarstefnunnar án
teljandi breytinga. Áhugi á kirkjunni sem guðfræðilegu viðfangsefni
hverfur. Saníkvæmt Johann Salomo Semler (d.1791) er kirkjan óþörf. Til
þess að taka trú og iðka hana þarf ekkert sérstakt samfélag.18 Þýski
guðfræðingurinn Tmtz Rendtorff hefur sýnt fram á að nútímakirkjuskiln-
ingur lútherskra manna sé náskyldur þeim skilningi sem mest var
áberandi á tímum upplýsingartímans.19
Guðfræðingurinn Friedrich Schleiermacher tókst á við þessar andstæðu
skoðanir á kirkjunni. Hann fór ofan í saumana á kirkjuhugtaki
siðbótarmanna og gaf því nýjan svip og heildstæðari en hægt var að státa
af áður. Eins og vikið var að í upphafi þessarar ritgerðar markaði
kirkjufræði hans þáttaskil með skilgreiningu hans á þjóðkirkjuhugtakinu.
Samkvæmt skilningi Schleiermachers er kirkjan öðmm þræði hluti af
eðlilegu samfélagi manna líkt og ríkisvaldið og heimilið. Kirkjan og
umfjöllun um hana kemur því inn á tvö svið þ.e.a.s. siðfræðinnar og
trúfræðinnar.20
Þótt Lúther hafi brotið niður rómversku stórkirkjuna þá varð lútherska
stórkirkjan til þegar frá leið. Schleiermacher á sinn þátt í því að koma
formi á hana á viðsjárverðum tímum og festa hana í sessi. Stórkirkjan var
ekki aðeins samfélag hinna kristnu heldur einnig framhlið hins kristna
samfélags. Hún sá fyrir helgisiðum, hún stóð vörð um þau gmnd-
vallargildi í hinu kristna þjóðríki sem allir vom sammála um; Hún sá
hverjum og einum fyrir viðmiðun, kom reglu á líf hans og lífsferil, setti
sorg og gleði, fæðingu og andlát í samhengi hvert við annað og við lífið í
15 Johannes Wallmann, Kirchengeschichte Deutschlands II, Frankfurt 1973, bls. 138.
16 Samarit, bls. 137.
17 Rössler, bls. 249.
18 Sama rit, bls. 250.
19 Sama rit, bls. 252.
20 Sama rit, bls. 250.
61