Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1992, Blaðsíða 52
Lone Fatum
til að taka á og þreifa á, líka að finna hér. Hvaða uppgjör þarf kona að gera
til að geta verið sátt við þessi skilyrði? Vill hún vera kristin samkvæmt
þessum skilmálum?
Hér verða einmitt vatnaskil á okkar tímum meðal kvennaguðfræðinga
bæði í þjóðlegum og alþjóðlegum skilningi. Þeir eru ekki fáir kvenna-
guðfræðingamir sem kalla sig eftir-kristna, ekki síst meðal þeirra sem vakið
hafa alþjóðlega athygli. Skýrt dæmi um þetta er Mary Daly. En einnig
meðal ungra kvennaguðfræðinga í Evrópu er greinileg andstaða gegn
kirkjulegri kristni og eins gegn gildismati kristsjátningarinnar. Á ráðstefnu í
Amoldhaim í þáverandi Vestur-Þýskalandi, haustið 1989 sem haldin var af
European Society of Women for Theological Reasearch, átti vinnuhópur að
fást við kvenlæga kristsfræði; niðurstaðan varð nægilega auðkennandi,
kristsfræði var hafnað en trúin á Jesúm hafin til vegs. Hér sé ég hliðstæðu
þess jesúátrúnaðar sem ræður ríkjum þessi árin, bæði í guðfræði stjómmála
og frelsunarguðfræði og í ákveðnum hlutum nýrri trúarhreyfinga, en líka
hliðstæðu frjálslyndrar guðfræði er réði ríkjum við lok síðustu aldar sem
einnig einkenndist af dálæti á Jesú sem þeirri góðu og sönnu mannveru sem
hafði heilbrigða og ósvikna afstöðu til meðbræðra eins og hluttekningu,
ábyrgðarkennd og siðferðislega vitund. Það sem verkar sérlega óljóst í
kristinni guðfræði sem ekki vill af kristsfræði vita, er auðvitað það ósam-
ræmi sem í senn einkennir afstöðuna til hvors um sig, texta og hefðar.
Samkvæmar sjálfum sér, en þó með allt öðmm hætti, em þá einnig eftir-
kristnar kvenréttindakonur sem líta svo á að kristni og kirkja séu almennt
séð, afstaðið þróunarstig.
Eftir-kristnir kvennaguðfræðingar fínna allt það sem trúarlegt gildi hefur í
sérleik kvenna og leita jákvæðrar staðfestingar í fyrir-kristnum eða
ókristnum, trúarlegum tjáningarháttum og hefðum. Þetta á við um banda-
rísku guðynjuhreyfinguna og breytilega arma hennar og þetta á við um
nokkum fjölda afbrigða af búddískt eða hindúískt innblásinni trúrækni, sem
eins og aðrar stefnur nýrra trúarstrauma tímans, blanda austurlenskum
andlegum straumum og sjálfsdýpkun saman við einstaklingsbundna per-
sónuleikaþróun og jungisma. Innblástur er einnig sóttur t.d. í helgisiði
Grikklands hins foma sem tengdust frjósemi og mæðradýrkun. Nýlega
heyrði ég um bandarískan kvennaguðfræðing sem kallar sig forhellenískan
búddista! Eins og í öðmm nýtrúarstefnum er greinilega um andlega fjöl-
hyggju að ræða að auki,— samblöndun trúarstefna. Takmarkið er að þróa
form vitundarlífsins svo að hið kvenlega og hið trúarlega verði að gildum
sem hæfi hvort öðm og uppfylli hvort annað og hér er jöfnum höndum
leitað að samfélagslegri viðurkenningu kvenna og eflingu þeirra sem
einstaklinga.
Á hinum kantinum rekumst við á endurskoðunarsinnana eða kristið
trúvamarfólk innan um kvennaguðfræðingana. Á meðal þeirra em t.a.m.
Rosemary Ruether, Elisabeth Schussler Fiorenza, Louise Schottroff og
ennfremur Dorothee Sölle. Þetta em konur, sem fyrst og fremst leitast við
að greina milli forms og innihalds. Formið er hin feðrahverfa saga og allt
hið kirkjulega áhaldasafn; innihaldið er hins vegar fagnaðarerindið, skilið
50