Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1992, Blaðsíða 188
Þórir Kr. Þórðarson
15:20
Ég hefi hlýtt boði Drottins og hefi farið í leiðangur þann, er Drottinn sendi mig í, og
hefi komið hingað með Agag, Amaleks konung, og Amalek hefi ég banni helgað.
15:21 En fólkið tók sauði og naut af herfanginu, hið besta af því bannfærða, til þess
að fóma því í Gilgal Drottni Guði þínum til handa.
Dómsuppkvaðning Samúels
Þessari mótbáru svarar Samúel með því að tefla fram sjálfu kjama-
atriðinu í hinni spámannlegu (og raunar deuteronómsku) gagnrýni á
alræðishyggju konungdæmis Miðausturlanda og frumatriðinu sem
samþykki spámannahreyfíngarinnar á stofnun konungdæmisins, sem íram
kom í 12. kapítulanum, var bundin (en það er einmitt frá spámanna-
hreyfingunni sem þessi kafli mun runninn): Konungurinn er bundinn því
að hlýða orðum, þ.e. boðum Yahweh, og það em spámennimir og ekki
konungamir sem eru fulltrúar þessara orða og þessara boða. Orðin og
boðin em á starfssviði þeirra og ekki á valdi konunga.
Sál hlýtur að vera sekur, segir Samúel, úr því að hann hefur brotið
gegn hlýðnisskyldunni við hið spámannlega orð og boð. Samúel mælir:.
15:22
Hefir þá Drottinn eins mikla velþóknun á brennifómum og sláturfómum eins og á
hlýðni við boð sín? Nei, hlýðni er betri enfórn, gaumgæfni betri en feiti hrútanna.
15:23
Þrjóska er ekki betri en galdrasynd, og þvermóðska er ekki betri en hjáguðadýrkun og
húsgoð. Af því að þú hefir hafnað skipun Drottins, þá hefir hann og hafnað þér og
svipt þig konungdómi.
Játning Sáls og lok orðadeilunnar
Þegar þessum ægilegu orðum hefur lostið niður í sálargmnn Sáls og fellt
hann til jarðar, á hann sér enga vöm framar. Fokið hefur í skálkaskjólin
öll, þau sem hann reyndi að hreiðra um sig í við fyrri svör sín. Nú er
aðeins eitt skýli eftir, og það var raunar ekkert minna en sjálft höfuð-
atriðið í guðsmynd spámannanna: miskunn Guðs við þann sem iðrast og
snýr af villu síns vegar. Og aukinheldur er þetta snarasti þátturinn í lífs-
skoðun hins svokallaða deuteronómista (og getur því kaflinn ekki verið
deuteronómskur af þeim sökum eins og síðar kemur í ljós.8) — Sál flýr á
náðir Samúels sem meðalgangarans, eins og Móse var meðalgangari og
barðist harðri baráttu við Guð á Sínaí til þess að vinna hylli Guðs eftir
synd Arons og fráfall lýðsins, sem gert hafði yfirbót, Ex 32-34. Þau
tíðindi verða að Sál játar brot sitt og mælir:
15:24
,Ég hefi syndgað, þar eð ég hefi brotið boð Drottins og þín fyrirmæli, — en ég
óttaðist fólkið og lét því að orðum þess. Fyrirgef mér nú synd mína og snú þú við með
mér, svo að ég megi falla fram fyrir Drottni.
8, En í spámannaræðunni er raunar stundum alls ekki gert ráð fyrir miskunn Guðs, eins
og í köllunarkaflanum hjá Jesaja, 9. v. og áfram.
186