Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1992, Blaðsíða 124
Sigurður Pálsson
sameinandi og bjargföstu trausti á gildum og öflum sem em þess verð að
gefa lífinu heildstæða merkingu.
Þannig sjá þeir Niebuhr og Tillich trú sem fyrirbæri sameiginlegt öllum
mönnum hvar sem er. Löngu áður en við verðum trúhneigð eða skeytingar-
laus um trú, áður en við lítum á okkur sem kristin, gyðinga eða múslima
emm við upptekin af viðfangsefnum trúarinnar. Hvort sem við verðum það
sem almennt er kallað trúlaus, efahyggjumenn eða guðleysingjar varðar það
okkur öll miklu hvað gefið geti lífinu gildi og léð því heildstæða mynd.
Trúin sem tengsl
Fowler kvartar undan takmörkunum móðurmáls síns þegar hann ræðir um
trúna, þar sem ensk tunga leiðir ekki sagnorð af nafnorðinu „faith“. Þar
stendur íslenskan betur að vígi. Skilgreining hans á trú krefst þess eiginlega
að talað sé fremur um „að trúa“ en „trú“. Trúin er atferli fremur en ástand.
Hann vitnar bæði til grísku sagnarinnar „pistuo“ og latnesku sagnarinnar
„credo“ sem gerðu kristnum rithöfundum og predikuram fært að leggja út
af þeim með því að segja „ég treysti“, „ég fel mig á vald“, „ég lýsi hollustu
minni“. Allt þetta bendir til þess að trúin sé virkur háttur til að tengjast
öðrum og vera til. Þetta felur í sér að trúin skapar tengsl, í trúnni er alltaf
einhver annar. Hún er einnig virk í því að móta reynslu okkar. Hún felur í
sér traust á öðmm, trúnaðartraust, að reiða sig á aðra, vera öðrum háður og
reynast öðmm hollur.
Eins og áður sagði taldi Niebuhr gmndvöll trúarinnar lagðan þegar við
fæðingu, með því hvemig tekið er á móti okkur. Þeir sem gefa okkur af ást
sinni og umönnun sjá okkur fyrir fyrstu reynslu af hollustu og áreiðanleika.
En auk þess miðla þeir okkur af eigin vem og lífsafstöðu. Þeir gefa okkur
einnig hlutdeild í því sem þeir em hollir, því sem þeir treysta — eða
vantreysta — hvort sem um er að ræða einstaklinga eða stofnanir eða það
safn gilda, skoðana og afla sem gefur lífi þeirra gildi og merkingu. Þannig
er manneskjan leidd inn í stærra samfélag manna gegnum nánasta samfélag
fjölskyldunnar.
í öllum samfélögum er sjálfið (S) tengt öðmm (ö) með gagnkvæmu
trausti. Innbyrðis tengslum einstaklinganna er hins vegar miðlað, þau
mótuð og þeim gefin aukin dýpt vegna trausts á og hollustu við sameigin-
legt safn gilda, skoðana og afla (SGSA).
(SGSA)
122