Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1992, Blaðsíða 159
Áfangar á þroskaferli trúarinnar
Á grundvelli þessarar reynslu telur Fowler einkar mikilvægt að veita
fólki tækifæri til að túlka með orðum, athöfnum og hugleiðingu þá trú
sem með því býr. Það að orða hlutina felur í sér að tengja reynslu sína
og skuldbindingar orðum og athöfnum. Það gerir viðkomandi sjálfum
kleift að hlúa markvisst að trúarþroska sínum. Erfiðleikar eru dregnir
fram í dagsljósið og í ljós kemur að einstaklingurinn er reiðubúinn til
að þroskast og þiggur hjálp til þess. Bönd eru treyst, samþætt og
metin. Ef þetta er gert í hópi styrkja meðlimir hópsins hverjir aðra.
3. Þeir sem stuðla vilja að trúarlegum þroska verða að varast að líta á
lýsingar á þroskaskeiðunum sem einhvers konar forskrift sem nota má
til að ýta fólki af einu skeiði á annað. Viðurkenna verður þá fyllingu
sem fólgin er í hverju skeiði. í hverju skeiði er fólgin fylling, þokki og
heilindi. Samfélög og einstaklingar sem vilja leitast við að fylgja
öðmm á leið til aukins þroska hljóta eigi að síður að kosta kapps um
að styðja við og hlúa að þeim sem standa frammi fyrir trúarlegri
glímu. Slíkur stuðningur heldur opnum möguleikanum á trúarlegum
þroska. Fowler trúir því að maðurinn hafí erfðafræðilegar forsendur til
ævilangs trúarlegs þroska í þeirri merkingu sem um hann hefur verið
rætt hér. Hann trúir því einnig að hvert þrep feli í sér vöxt í átt að
víðsýnni og réttari viðbrögðum gagnvart Guði og til mannúðlegri
umhyggju fyrir öðmm.
4. Málnotkun, helgisiðir og kenningar einstakra trúarsamfélaga em
sérstaklega mikilvægar fyrir trúarþroskann. Eins og Santayana sagði
einhvers staðar: „Það er ekki hægt að rækja trú í almennum skilningi.“
Það merkir að trúariðkunin á sér ætíð stað innan ákveðins ramma og í
ákveðnu samhengi. Þessar kenningar um trúarlegan þroska sýna að
ekki er hægt að miðla þekkingu og trú kennarans inn í huga og hjarta
bamsins ef notaðar em aðferðir sem byggja á einhliða tjáskiptum. Trú
bamsins byggist ávallt á því hvemig bamið sjálft gerir sér myndir og
beitir skilningi sínum. En trúarleg málnotkun, helgisiðir og siðferðis-
kennsla geta vakið bamið til vitundar um trúna með því að athygli
þess er beint að því sem að baki býr. Slíkt veitir reynslu af sameigin-
legum fögnuði yfír raunvem hins helga. Þetta er, svo notuð séu fögur
orð Horace Bushnells, „gjafir til ímyndunaraflsins.“ Þess vegna verður
að veita baminu aðgang að frásögnum, tungutaki og trúarhefðum
samfélagsins. Ungt bam getur að sjálfsögðu ekki náð fullkomnu valdi
á slíkum hlutum. Hins vegar finnur það myndir sem vekja og móta
trúarlegt ímyndunarafl þess og beina trúarþroska þess, að því er varðar
tilfinningar og hugmyndir, til ákveðinnar áttar.
5. Þar sem trúarþroskakenningin virðir það þroskastig sem hver og einn
hefur náð, getur hún hvatt fræðara til forðast að veita einstaklingum
algild svör við spumingum sem enn hafa ekki vaknað með þeim. Hægt
er að forðast að leika „gömlu lögin“ sí og æ þegar sá sem gengið er
157