Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.01.1992, Blaðsíða 158
Sigurður Pálsson
í ráðvillunni nálgumst við það sem Bridges kallar hlutlausa svæðið, þ.e.
höfum þörf fyrir að draga okkur í hlé til að ná áttum. Mikilvægt er að
þessari þörf sé svarað um leið og þess er gætt að ekki verði úr viðvarandi
einangrun. Einnig getur verið rík þörf fyrir leiðbeiningu og ráðgjöf á
þessum tímabilum.
Þegar áttum hefur verið náð, er hægt að hefja nýjan þátt, endurbyggingu.
Þetta ágripskennda yfirlit er látið fljóta hér með til að gefa vísbendingu
um hvemig Fowler telur að hafa megi not af kenningum hans, við kennslu,
í safnaðarstarfi, sálusorgun o.s.frv.
Eins og áður hefúr verið vikið að þurfa breytingar ekki að leiða til þess
að eigindlegar breytingar verði á formgerð hugsunarinnar. Einstaklingurinn
getur unnið úr margvíslegum tilvistarkreppum sínum án þess. En eins og
einnig hefur komið fram fela þessar kreppur eða tímabil ójafnvægis í sér
möguleika. Aðstæður einstaklingsins og umhverfi hans ráða miklu um
hvemig úr þeim er unnið og hvort sú úrvinnsla stuðlar að eða hamlar gegn
breytingum á hugsanaferlinu.
Fowler hefur sett fram hugmyndir um það hvemig stuðla megi að slíkum
þroska.38
Hugleiðingar um stuðning viö trúarlegan þroska
Hér bregður Fowler sér úr hlutverki sálfræðingsins og fer í hlutverk
guðfræðingsins og kennarans.
1. Kenningin um þroskaskeið trúarinnar hvetur til að líta á trúna með
tilliti til heillar ævi. Trú, eins og hér hefur verið um hana rætt, er
áframhaldandi ferli. Maðurinn er sífellt að móta og endurmóta
þátttöku sína í veröldinni og skilning sinn á henni og sjálfum sér. Sá
sem verður kristinn í æsku kann að vera kristinn alla ævi. En kristni
hans verður að dýpka og víkka og hún getur endurskipast oft á
ævilangri pflagrímsferð trúarinnar. Kirkjudeildir og trúfélög verða að
gera ráð fyrir því að trú fuflorðins fólks breytist og þroskist og verða
að leitast við að styðja við slíkan þroska.
2. Nær 90% þess fullorðna fólks sem Fowler og félagar hans ræddu við
sögðu, eftir 2 1/2 klukkustundar viðtal, eitthvað á þessa leið: „Ég er
mjög þakklát(ur) fyrir þessa reynslu, ég fæ aldrei tækifæri til að ræða
þessa hluti.“ I Ijós kom að viðtölin sjálf gripu inn í líf fólks. Meðan á
viðtölunum stóð tóku einstaklingar að vinna að því að tjá trú sína í
orðum. Sumir vom að gera það í fyrsta sinn. Aðrir tóku að endurmóta
trúar- og siðferðisviðhorf sín á gagnrýninn hátt.
38 James W. Fowler: Faith Development and Pastoral Care. Sjá einnig ritgerðina
Faith and the Structuring of Meaning í Toward Moral and Religious Maturity,
Silver Burdett Company, 1980, bls. 79-84.
156